Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags grimsen, en í byltingunni 1809 á Jörgensen að hafa hótað honum líf- láti fyrir að bera út þann rógburð, að ekki væri þorandi að koma til Reykjavíkur vegna manndrápa, all- ar götur flytu þar í blóði. Thorgrim- sen var skrifari Trampe, stiftamt- manns.38 Samkvæmt núverandi gildismati hefur verið hallað á Henry Holland í viðskiptum hans við Mackenzie, auðugan, virtan aðalsmann og vís- indamann sem eflaust kostaði Islandsleiðangurinn, og hafa því verið gerð skil í riti Andrews Wawns.2 Fyrir öðrum blasti við að hlutskipti Ólafs Loftssonar í sam- skiptum hans við þessa sömu menn (og reyndar aðra menn) er órann- sakað viðfangsefni. Af afkomendum Ólafs Loftssonar er þetta að segja:21 Næstelst barna hans var Guðrún, f. 27. desember 1805; barnsmóðir Elín Þórðardóttir, húsfreyja í Hlíðarhúsum í Reykja- vík. Guðrún Ólafsdóttir giftist Ein- ari Sæmundssyni í Brekkubæ, hatta- smið í Reykjavík, og börn þeirra voru: 1) Einar, skólapiltur, sigldi til útlanda; 2) María, sem átti Einar Einarsson verslunarmann; dóttir þeirra var Karólína Kristjana, fyrri kona Þorvarðar Kjerulfs læknis, og frá þeim eru afkomendur; 3) Sigríð- ur, sem giftist Eiríki Magnússyni, bókaverði í Cambridge (Sigríður E. Magnússon); þau áttu ekki barn sem lifði; 4) Soffía Emilía, gift Sigurði Gunnarssyni prófasti; Bergljót, fyrri kona Haralds Níelssonar guðfræði- kennara, var ein dætra þeirra. - Frá Ólafi er því komin töluverð ætt þarna. Elsta dóttir hans, sem einnig hét Guðrún, f. 21. september 1805, lést að vísu á 18. ári, þá vinnukona á Barkarstöðum í Fljótshlíð, barnlaus. Hana átti Ólafur með Guðrúnu Árnadóttur, ráðskonu á Hlíðarenda, dóttur séra Árna Högnasonar í Steinsholti. - Þriðja barn hans var Karen Sigríður, f. 8. apríl 1806, sem giftist Knud Schiöth, útvegsbónda á Snæfellsnesi, en varð síðar ráðskona hjá Borge E. S. Jacobsen, fyrsta lyf- sala í Stykkishólmi, og arfleiddi lyfsalinn hana að öllum eigum sín- um.s’ Karen Sigríði átti Ólafur með Elínu Egilsdóttur Sandholt, kaup- manns í Reykjavík. - Fjórða barn Ólafs var Loftur, f. 10. janúar 1808, klæðskeri í Nykobing í Danmörku; móðir Margrét Jónsdóttir, dóttir Jóns Einarssonar, hreppstjóra á Vil- borgarstöðum í Vestmannaeyjum. - Fimmta barn Ólafs hét Ólafur, f. 11. apríl 1812, vinnumaður í Mosfells- sveit og Reykjavík, kvæntur Ingiríði Einarsdóttur. Móðir hans var Guð- rún Erlendsdóttir, dóttir Erlends Bjarnasonar, bónda á Minna-Mos- felli. - Síðasta barnið sem kennt er Ólafi á íslandi andaðist nokkurra daga gamalt, skírt Wilhelm, barns- móðir Elín Tyrfingsdóttir, bústýra í Reykjavík.21 Ólafur Loftsson var af Kollabúðaætt, Loftur, faðir hans, var sonur Guðrúnar, dóttur Bjarna Jóns- sonar á Kollabúðum, en við hann er ættin kennd (Kollabúða-Bjarni). Bjarni var vitur og ríkur, búhöldur hinn mesti og kynsæll. Einn sona hans og ömmubróðir Ólafs var Jón, prestur í Skarðsþingum og síðar á Hrafnseyri við Arnarfjörð, bóka- og lærdómsmaður og sagður á undan sinni samtíð í sumum greinum, ein- hver mesti garðræktarmaður sinnar tíðar. Séra Jón fékk mikinn áhuga á Grænlandsmálum, hugðist jafnvel flytja til Grænlands og lærði græn- lensku af bókum; hann var skáld- mæltur vel á latínu og íslensku og liggja eftir hann rit. Virðingarfólk Formálartn að riti sínu, The Iceland Journal ofHenry Holland 1810, hefur Andrew Wawn á þessari lýsingu á bresku ferðafélögunum (bls. xi):40 „On 18 April 1810, Sir George Mackertzie (1780-1848), accompanied by a party of young Edinburgh scientists, set sail for Iceland, the first signi- ficant British expedition to travel to the island since the celebrated visit of John Thomas Stanley (1766-1850) in 1789. Amongst Sir George's companions were two young physicians, friends since their Bristol schooldays - Richard Bright (1789-1858), subsequently famed for his research into renal disease, and Henry Holland (1788-1873), who was later to make his professional name as a London soci- ety physician, numbering Queen Victoria amongst his emi- nent clientele." Á Ólaf Loftsson er fyrst minnst í lok for- málans og þá aðeins með þessum orðurn (bls. xiv):40 „Henry Holland's principal Icelandic philosopher, guide and adviser was the deplorable Ólafur Loptsson: I have been a great deal luckier." - Það er svo gráglettni örlag- anna að þegar Wawn byrjar inngangskaflann (Prologue) að bókinni fáeinum blaðsíðum síðar kýs hann að hafa frá- sögnina þannig (bls. I).40 „On a stormy August day in 1871, two of Victorian England's most celebrated Icelandophiles met, probably for the first and almost certainly for the last time, in a small house in the middle of, appropriately, Reykjavik. Their hostess for the evening was María Einars- dóttir, sister-in-law of the Icelandic bibliophile Eiríkur Magnússon, and the two travellers were William Morris, literary collaborator and friend of Eiríkur, and Sir Henry Holland (1788-1873) ..." Þær systur, María sem nefnd er hér og Sigríður, eiginkona Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge, voru dætur hjónanna Einars Sæmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur í Brekkubæ og Guðrún í Brekku- bæ var dóttir Ólafs Loftssonar21 („the mercurial, unreliable and disreputable guide for Sir George's party in Iceland ... the deplorable Ólafur Loptsson").40 Afkomendur Ólafs náðu þó að verða virðingarfólk bæði í Reykjavík og Cambridge, en ekki er ljóst hvort rithöfundurinn, Andrew Wawn, vissi það. 49

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.