Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12
Skeiðarársandur hækkar enn í Náttúrufræðingnum árið 1934 (bls. 178—180) kom greinarkorn eftir Jón Eyþórsson undir heitinu „Skeiðarár- sandur hækkar“. Þar segir hann frá því að Helgi Arason á Fagurhólsmýri hafi sett koparbolta í Borgarklett (sjá mynd) með því hugarfari að fylgjast með hækkun sandsins. Svo segir í greininni: Ég gekk frá tveimur koparmerkjum í Borgarkletti, 11. okt. 1932. Merkin eru norðanmegin á NV-horninu. Neðra merkið er 1 m ofan við sandleiruna, en hitt merkið er lóðrétt upp af því, 70 cm hærra. Mcrkin eru úr 16x65 mm sí- völum koparnöglum. Þau ná 40 mm inn í klettinn en 25 mm standa fram úr klettin- um, og er þar höggið ártalið 1932 á bæði merkin. Ég gekk frá merki í Máfaskeri 27. sept. 1933. Það er stálstöng 25 mm í þvermál og 52 cm á lengd, 45 cm standa upp úr skerinu. Borgarklettur er 1,4 km norður af Ing- ólfshöfða. Hann er að lengd 30 m, breidd að austan 9 m, en að vestan 6—7 m. Hæð að vestan 7 m, en að austan 3,5 m. Hæðin er mæld frá leirunni, sem er umhverfis klettinn. Ég ætlaði í haust að reyna að kortleggja klettinn, en býst nú varla við að ég hafi tíma til þess fyrst um sinn. Þann 11. október 1983 var ég þarna á ferð og mældi hæðina frá neðri bolt- anum niður á sandinn; reyndust þá vera 12 cm frá neðri boltanum í vatn. Þar sem vatn sást nú nokkuð víða þarna í kring hygg ég að þessi hæð sé nokkuð nálægt yfirborði sandsins. Þannig hefur sandurinn hækkað þarna um 88 cm frá árinu 1932, eða um 1,73 cm á ári að meðaltali. Nokkuð mun þó líða þar til efri boltinn hverfur undir sandinn. í greininni er getið um Máfasker, sem nú er fyrir löngu horfið enda stóð það ekki nema 7—8 cm uppúr sandin- um árið 1932. Páll Björnsson Fagurhólsmýri A-Skaftafellssýslu Náttúrufræðingurinn 54 (2), bls. 58, 1985 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.