Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 13
Einar H. Einarsson:
Var melgresið fyrsti landnemi
flórunnar í Mýrdal?
Austanvert við Dyrhólaós í Mýrdal
eru tvær samtengdar hæðir sem ná að
nrestu að rótunr Reynisfjalls að vestan
skammt frá sjó. Fyrir síðustu aldamót
stóðu þarna tveir syðstu bæirnir á
fastalandi íslands. Hellur á vestri hæð-
inni, vestasti hluti hennar nefndist
Hellnaskagi, en hæðin austan við bæ-
inn nefndist Hellnarúst. Nú eru Hellur
farnar í eyði. A eystri hæðinni stendur
bærinn Garðar. Vestan við bæinn er
hæðin nefnd Garðarúst, en lægðin
milli hæðanna nefnist Sandskarð. Efn-
ið í þessum hæðum er foksandur sem
löngu er orðinn að allföstu bergi. Þar
sem Dyrhólaós nær að allri hæðinni
sunnanverðri allt að Sandskarði, og
einnig beggja vegna að skaganum að
vestan, sérstaklega þegar útfall hans
austan við Dyrhólaey lokast, getur
vatnsborð óssins hækkað um góðlega 4
m. Þannig getur þá drjúgan mætt á
Hellnaskaganum, enda hefur hann
sorfist mikið og víða myndast í bergið
skútar og skvompur.
Suðvestan við rústir þessara bæja er
hellir í brúninni sunnan í móti sem
fyrrum gekk undir nafninu Baðstofu-
hellir. Ekki er hann stór og að engu
veglegur, þó mun hann annar frægasti
hellir í Mýrdal. Frægð sína á hann því
að þakka að fyrsta veturinn sem séra
Jón Steingrímsson, síðan nefndur
eldklerkur, dvaldi í Mýrdal héldu þeir
bræður, Þorsteinn síðar bóndi í Kerl-
ingardal og Jón, til í hellinum. Það var
veturinn 1756—57.
Samskonar foksandsklappir og eru í
þessum tveim hæðum eru einnig vest-
an við Dyrhólaós og á Dyrhólaey. Þar
liggja foksandsklappir á hraunlagi
norðanvert á Lágeynni og norðan við
hraunlagið á kafla vestast. Þessar fok-
sandsklappir eru undir öllu Dyrhóla-
hverfinu og móta þar allt landslag.
Ýmist eru þær huldar undir þykkum
gróðurjarðvegi (mold), eða jarðvegur-
inn hefur veðrast af þeim, eins og í
svonefndum Hvolhausum, sem standa
upp úr leirunni suðaustur af Loft-
salabænum, og sums staðar austast í
byggðinni. Þessa myndun má rekja
nokkuð samfellda allt vestur á móts
við Hvolsbæi.
Allvíða í sandsteininum eru göt og
för líklega eftir melstangir (Elymus ar-
enarius), sem sýnir, að meðan þessir
foksandshaugar hafa verið að myndast
Náttúrufræðingurinn 54 (2), bls. 59-62, 1985
59