Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 14
voru þarna myndarlegir melhólar.
Háir og fyrirferðarmiklir hólar mynd-
ast oft því melurinn, ef hann er nokk-
uð þéttur, veldur því að sandurinn
hleður mjög ört upp hólahryggi, ef
nægjanlegt efni berst að. Ekki virðist
melgresi þrífast reglulega vel nema því
berist árlega drjúgt magn af foksandi.
Verður nú horfið frá sandsteininum
vestan við Dyrhólaós þar sem ekki
hefur verið gerð nema tiltölulega lítil
könnun á honum, t.d. ekki kannað
nema á Dyrhólaey á hvernig undirlagi
hann liggur.
Hellna-sandsteinninn hefur verið
betur kannaður, þó mikið verkefni sé
þar óunnið. Eini staðurinn sem ég hef
séð á prenti að getið sé um bergmynd-
un Hellnahæðarinnar er í bókinni
„Með huga og hamri“ sem er safn
jarðfræðidagbóka Jakobs H. Líndals,
bónda og jarðfræðings á Lækjarmóti í
Húnavatnssýslu og dr. Sigurður Þórar-
insson jarðfræðingur bjó undir prent-
un að Jakobi látnum (Menningarsjóð-
ur 1964). Þar sagði Jakob frá ferðalagi
um Mýrdalinn haustið 1939. Þá
skoðaði hann meðal annars Hellna-
skagann og umhverfi. Hann taldi berg-
ið í honum vera móberg og gat þess að
hann hafi á einum stað, í skúta í berg-
inu, fundið moldarjarðveg milli berg-
laga, og álykaði að þarna væri um að
ræða leifar af gróðurjarðvegi frá hlý-
skeiði milli jökulskeiða á ísöld. Þegar
ég las þessa frásögn vakti það forvitni
mína, en ekki varð af að ég skoðaði
þennan umgetna stað fyrr en undir
1970. Mér varð fljótt Ijóst að þarna var
ekki um móberg að ræða heldur sand-
berg myndað úr foksandi. Greinileg
för eftir melstangir er víða að finna í
berginu, en litur og útlit benda ekki til
að um gjóskuberg sé að ræða. Eg fann
fljótlega moldarlagið í berginu og
komst að því að það sést allvíða og
hlaut að vera þann veg til komið að
mikill aldursmunur væri á berginu,
sem ofan á því liggur, og því bergi sem
undir því er. Þarna hafði gróðurjarð-
vegur líklega myndast ofan á neðra
sandsteinslaginu og þarna verið gróið
land í langan tíma. Síðan hafði fokið á
gróðurinn sá sandur, sem myndar efra
sandsteinslagið. Þykkur moldarjarð-
vegur liggur nú þarna ofan á, þar sem
gróðurlendi er. Best sér til moldarlags-
ins í helli sunnan í berginu nærri því
sem Hellnarústin er hæst. Hellir þessi
heitir Hrossatröð og hafa hross verið
tröðuð [sett í girðingu] þar áður fyrr,
en skammt innan við opið hefur hrun-
ið svo mikið úr þakinu að ekki væri nú
þægilegt fyrir hross að vera þar inni.
Innan til í hellinum er hæðarhryggur í
eldra berginu undir moldarlaginu og
hallar því niður beggja vegna og nær
báðum megin niður á hellisgólfið, svo
þarna fæst á sjötta metra langur þver-
skurður af moldarjarðvegslaginu og er
þykkt þess sem næst 1 metri. Lagið
virðist óhaggað allt frá því að það byrj-
aði að myndast og þar til sandur efra
berglagsins hefur kaffært þessa grónu
valllendishæð. Lagið er að engu frá-
brugðið öðrum þykkum jarðvegssnið-
um í Mið-Mýrdal og er með allmörg-
um, misþykkum og mislitum gjósku-
lögum og moldin eins og víðast frá
sama tíma mjög mettuð járnsam-
böndum, sem víða er vont að tálga
með hnífi til að fá slétt snið.
Oft höfum við dr. Sigurður Þórar-
insson jarðfræðingur komið þarna,
eins og á marga skoðunarverða staði í
Mýrdal. Síðast þegar við vorum þarna,
höfðum við mikinn hug á að komast
að því hve snemma á myndunarskeiði
gróðurjarðvegs í Mýrdal þetta lag hef-
ur tekið að myndast ofan á sand-
steininum. Það sem við bundum mest-
ar vonir við að gæti komið okkur að
notum var hið sérkennilega fín-
kornaða, bleikleita gjóskulag, sem er
60