Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 15
nærri neðst í moldarlaginu, og annað
sandkennt grænleitt gjóskulag nokkru
þykkara, sem er ofarlega í moldar-
laginu. í bili virtist okkur aðgengileg-
asti staðurinn vera þykkt moldarrof
norðan í holtinu milli Kúalágarholts
og Selhryggs, nokkru austar en Þjóð-
vegur-1 liggur suður með Reynisfjalli
að austan. Þarna er á kafla allur mold-
arjarðvegur blásinn af ísaldarmel svo
að fæst mjög gott jarðvegssnið, allt frá
því að gróðurjarðvegur tók að mynd-
ast á melnum og fram á þennan dag.
Við urðum ekki fyrir neinum von-
brigðum. Þarna fundum við bæði
gjóskulögin sem við leituðum að og
það sem meira var, bleikleita lagið var
svo að segja á sama stað þarna og í
Hrossatröðinni, það er nærri neðst í
moldarjarðveginum á melnum. Að því
er virtist hafði þar með fengist sönnun
fyrir því að gróður hafði myndast á
svipuðum tíma á melnum og neðra
sandsteinslaginu á Hellum.
Ekki var hægt að segja að þetta eina
jarðvegssnið væri sönnun fyrir því, að
þetta væri fyrsta gróðurjarðvegsmynd-
unin í Mið-Mýrdalnum. Síðan hef ég
kannað jarðvegssnið á nokkrum stöð-
um þar sem sér til grýttra mela undir
þykkum moldarjarðvegi. Alls staðar
þar sem ég á annað borð hef fundið
bleikleita gjóskulagið hefur það verið
nærri neðst í moldarjarðveginum og
virðist það hafa fallið uin það leyti sem
gróður hefur verið orðinn samfelldur á
athugunarstöðunum.
Þá kem ég að því sem ég ætlaði
aðallega að vekja athygli á með þess-
um greinarstúfi, því að mikil vinna er
eftir, ef sæmilega á að kanna aldur
efra sandsteinslagsins, og því ekki
tímabært að skrifa um þessa náttúru-
smíð öðruvísi en sem frumfrásögn, ef
einhverjir hefðu hug á að skoða stað-
inn og það sem þar má sjá. Við þær
athuganir sem ég hef getið um hér að
framan, lenti ég mest í að kanna mold-
arlagið og efra sandsteinslagið. Ég
hafði sem sé ekki gengið úr skugga um
hvort leifar af melstöngum fyndust í
neðra sandsteinslaginu og ekki varð af
því þar til síðla sumars 1980 að við Jón
Jónsson jarðfræðingur fórum í fögru
veðri suður að Hellum. Svo vel hittist
á að þegar við komum þangað var
vatnsborð Dyrhólaóss mjög lágt, svo
að við gátum skoðað neðra sand-
steinslagið allt vestur á ystu klappir
skagans. Það var ekki urn að villast að
í laginu voru ótal för eftir melstangir,
sem bæði fundust í lóðréttum og lá-
réttum stellingum og svo að segja allt
þar á nrilli.
Nú vekur þessi könnun eftirfarandi
spurningar: Var ef til vill melgresið
fyrsta plantan, sem nam hér land er
láglendi varð íslaust eftir síðasta jökul-
skeið ísaldar? Hvaðan komu þá fyrstu
melkornin, sem urðu upphaf þess mel-
gresis, sem hjálpaði vindunum að
skapa þessa foksandshóla, sem nú eru
orðnir að föstu sandbergi? Ég hef get-
ið þess að jökulurðin norðan við Dyr-
hólaey liggur á bletti ofan á sandsteins-
laginu, sem sannar að sandsteinninn er
eldri en jökulurðin. Þar er einnig
nokkurn veginn sannanlegt að urðin er
leifar eftir framskrið jökuls, sem hafði
verið búinn að hopa alllangt til
norðurs. Því höfum við flestir, sem
hana höfurn skoðað, talið líklegt að
aldur jökulurðarinnar mætti rekja til
Búðaskeiðsins, og ekki sennilegt að
land hafi þá verið farið að gróa. Nú
geng ég útfrá því að foksandurinn á
Dyrhólaey og neðra lagið í Hellum sé
til orðið á sama tíma. Virðast mér því
sterkar líkur fyrir því að melgresið þar
hafi verið fyrsta samfellda gróður-
svæðið í Mýrdal eftir ísaldarlokin.
Fyrir nokkrum árum, eða 1970,
skrifaði ég grein í Náttúrufræðinginn
um könnun mína á hugsanlegum ís-
61