Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 17
Páll Imsland: Úr þróunarsögu jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa, sprungumyndunarsaga I. INNGANGUR Kenningin um landrek og tilurð jarðskorpu á gliðnandi plötumótum, gerir betur grein fyrir myndun, þróun og ástandi íslensku jarðskorpunnar en nokkurt annað tiltækt hugmyndakerfi. Það sem hér verður útlistað um al- mennt jarðfræðilegt ástand og þróun skorpunnar á Suðvesturlandi er gert innan ramma plötukenningarinnar, seni er óneitanlega frjóasta og nota- drýgsta heildarmynd, sem jarðfræðin hefur átt. Á fáunt stöðum á jörðinni tala merkin ljósar á máli þessarar kenningar en einmitt hérlendis. Sam- hengið í jarðfræðilegri þróun er tiltölu- lega auðsætt hér, þó flókið sé, og sam- band „strúktúra“ og þeirra ferla, sem eru orsök þeirra, liggur ljósar fyrir en almennt gerist. Veldur því bæði, að landið er í hraðri myndun og eins hitt, að það er gróðursnautt, svo opnur eru yfirleitt mjög góðar í berggrunninn. Það er vegna þessa, sem ísland gegnir gjarnan lykilhlutverki í jarðfræði- legum rannsóknum, er beinast að skilningi á jörðinni í heild. II. UM SPRUNGUSVEIMA OG MEGINELDSTÖÐVAR OG HLUT- VERK ÞEIRRA í JARÐSKORPU- MYNDUN íslenska jarðskorpan verður til í rek- og gosbeltinu. Á Suðvesturlandi liggur þetta belti um Reykjanes- skagann og Hellisheiðar-Þingvalla- svæðið í átt til Langjökuls. Framhald þess til suðurs er sjálfur Reykjanes- hryggurinn. Flói og Ölfus liggja á ný- mynduðum vesturjaðri Evrópuplöt- unnar, er rekur til austurs með u.þ.b. 1 cm hraða á ári að meðaltali. Höfuð- borgarsvæðið liggur hins vegar á ný- mynduðum austurjaðri Ameríkuplöt- unnar, vestan við rekbeltið, og rekur með líkum hraða til vesturs (Leó Kristjánsson 1979). Landið verður því eldra, sem lengra kemur frá rekbelt- inu. Nýtt land er ætíð að myndast í rekbeltunum. Það verður til, þar sem spennuástand í jarðskorpunni veldur því, að landið brotnar upp og myndar langar sprungnar ræmur eða spildur, sprungusveima. Þeir eru virkastir inn til miðjunnar, en jaðrar þeirra og Náttúrufræðingurinn 54 (2), bls. 63-76, 1985 63

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.