Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 19
gosbeltinu til annarrar hvorrar áttar-
innar, eftir því hvorum megin nýi
sprungusveimurinn myndast. Eyðing-
aröflin byrja að brjóta megineldstöð-
ina niður og ef til vill kaffærist hún að
einhverju marki í gosefnum frá nýja
sprungusveimnum.
í þeirri þróunarsögu jarðskorpunn-
ar, við sunnanverðan Faxaflóa, sem
hér verður gerð grein fyrir, koma sjö
sprungusveimar við sögu. Af þeim eru
tveir útdauðir en fimm virkir. Hinir
dauðu voru virkir á árkvarter og eru
kenndir við Kjalarnes og Stardal. Á
báðum þróuðust samnefndar megin-
eldstöðvar. Hér er því bæði rætt um
Kjalarnessprungusveiminn og Kjal-
arnesmegineldstöðina o.s.frv. Kjal-
arnesmegineldstöðin var virk á tíma-
bilinu frá 2.8-2.1 miljón ára síðan en
Stardalsmegineldstöðin á tímabilinu
frá 2.1-1.6 miljón ára (Ingvar B. Frið-
leifsson 1973). Fyrstu merki megin-
eldstöðvanna koma í ljós, þegar
alllangt er liðið á þróunarskeið
1)
Bergfræðingar ræða gjarnan um þróaðar
og frumstæðar bergkvikur og bergteg-
undir. Hér er höfðað til efnasamsetning-
ar og bræðslumarks. Einfölduð skil-
greining segir að frumstæðar bergteg-
undir séu Mg-rík og alkalí-snauð basölt
(ólivín normatíf) og þaðan af Mg-ríkara
berg, en þróaðar bergtegundir séu hin
Mg-snauðari, alkalí-auðguðu basölt
(kvarts normatíf) ásamt bæði ísúrum og
súrunt bergtegundum. Af frumstæðum
bergkvikum má framleiða þróaðar
bergkvikur með ýmsum þróunarferlunt
en ekki öfugt, enda er bræðslumark
þeirra þróuðu ávallt lægra. Frumstæðu
bergkvikurnar eru yfirleitt taldar verða
til í og úr möttli jarðar, en þær þróuðu
eru nú yfirleitt taldar verða til í jarð-
skorpunni, annað hvort við þróun á
frumstæðum kvikum eða endurbræðslu á
storknuðu bergi.
sprungusveimsins. Eldvirkni og
sprunguvirkni hefst því á Kjalarnes-
sprungusveimnum nokkrum hundruð-
um þúsunda ára áður en megineld-
stöðin sjálf hefur þróast svo, að hún
verði þekkjanleg í jarðlagastaflanum.
Virku sprungusveimarnir fimm eru
kenndir við stærstu jarðhitasvæðin,
sem á þeim finnast, Hengil, Brenni-
steinsfjöll, Krísuvík, Svartsengi og
Reykjanes. Hengilssprungusveimur-
inn hefur þegar þróast í megineldstöð,
en mjög nýlega. Það er hins vegar
skilgreiningaratriði, hvort megineld-
stöð er til staðar á hinum sprungu-
sveimunum enn sem komið er. Þeir
bera sum merki dæmigerðra megineld-
stöðva, en vantar önnur Þeir eru því
allir ungir. Upphafs þeirra er að leita í
sjó undan gamalli suðurströnd höfuð-
borgarsvæðisins seint á ísöld; að öllum
líkindum fyrir minna en 700 þúsund
árum.
Um jarðfræði höfuðborgarsvæðisins
hefur ýmislegt verið ritað og er vitnað
til þess helsta í köflunum, sem á eftir
fylgja. Jarðfræðileg kortlagning svæð-
isins var gerð af þeim Tómasi Tryggva-
syni og Jóni Jónssyni (1958). Er það
kort í mælikvarðanum 1:40.000 og
sýnir fyrst og fremst lausu jarðlögin
ofan á berggrunninum, sem þó er
mjög víða sýnilegur í gegn um lausu
þekjuna.
III. JARÐLÖG OG BERG VIÐ
SUNNANVERÐAN FAXAFLÓA
III. I. Inngangur
Jarðlögum við sunnanverðan Faxa-
flóa má skipta upp í nokkrar ákveðnar
stórar einingar. Hér er notast við fjór-
ar myndanir. Dreifing þeirra er sýnd á
1. mynd. Á 2. mynd eru sýnd einföld-
uð snið í gegnum þennan jarðlaga-
stafla. Liggur annað þvert á sprungu-
stefnuna en hitt samsíða henni.
65