Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 20
1. mynd. Kort af dreifingu bergmyndana við sunnanverðan Faxaflóa. Kortið er mikil einföldun á korti Kristjáns Sæmundssonar og Sigmundar Einarssonar, 1980. A og B sýna hugsaða legu sniðanna á 2. mynd. — Simplified map ofthe distríbution of the major rock formations of Southwestern lceland. Strongly simplified from K. Sœmundsson and S. Einarsson, 1980, A and B show the approximate location ofthe sections in Fig. 2.1 = Tertiary rocks. 2 = Early Quaternary rocks. 3 = Late Quaternary gray basalts. 4 = Late Quaternary hyaloclastites and postglacial lavas. (1) Tertíera myndunin er elst. Hún er gerð að mestu úr blágrýtishraunlögum og er mynduð áður en þeir sprungu- sveimar, sem hér er fjallað um, urðu virkir. (2) Árkvartera myndunin liggur ofan á tertíera berginu. Hún er gerð úr hraunlögum og móbergi að mestu leyti. Hún varð til í þeim tveimur út- dauðu sprungusveimum, Kjalarnes- og Stardals-sveimunum, sem að ofan get- ur og virkir voru á fyrri hluta kvarters. Á báðum þróaðist megineldstöð með háhitakerfi og þróuðum bergtegund- um (Ingvar B. Friðleifsson 1973). (3) Nútímamyndunin er gerð úr móbergi frá síðasta jökulskeiði og hraunum, sem runnin eru eftir að ísöld lauk. Þetta berg hefur myndast í sprungu- sveimunum fimm, sem kenndir eru við Hengil, Brennisteinsfjöll, Krísuvík, Svartsengi og Reykjanes, en þeir eru allir virkir enn og framleiða nú jarð- skorpu á sunnanverðu svæðinu. Þeir hafa ekki náð þroskastigi háþróaðra megineldstöðva. (4) Grágrýtismyndunin er gerð úr grá- grýtishraunum frá síðustu hlýskeiðum ísaldarinnar. Þessi hraun Iiggja á milli árkvarteru og nútíma myndananna. Þau verða ekki talin tilheyra ákveðn- um sprungusveimum. Þau eru yfirleitt talin vera upp komin í dyngjum, en upptök eða gígasvæði þeirra flestra eru enn óþekkt. Á þeim tíma, er forverar Hengils- 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.