Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 23
gerð, kristallarnir liggja ekki þétt sam-
an, svo á milli þeirra eru smáholrúm.
Þetta einkenni er líklega meginástæð-
an fyrir hinum Ijósa lit grágrýtisins og
á þátt í því að grágrýtið er yfirleitt
tiltölulega vatnsgæft.
Mjög mörg grágrýtishraunin eru til-
tölulega frumstæð basölt. Helsta sýni-
lega einkenni þessarar frumstæðu sam-
setningar er mikið magn ólivíndíla,
einnar af frumsteindum basalts.
Dyngjur þær, sem myndast hafa eftir
að ísöld lauk, eru margar gerðar úr
bergi, sem mjög líkist grágrýti hlý-
skeiðshraunanna frá síðkvarter. Auk
þess er ýmislegt annað líkt með dyngj-
unum og þessum hraunum. Yfirleitt
telja því jarðfræðingar að síðkvartera
grágrýtið á höfuðborgarsvæðinu, og
reyndar víðar, sé komið úr dyngjum.
Dyngjulögunin er þó í flestum tilvik-
um horfin svo og sjálfir gígarnir. Upp-
tök grágrýtisins eru því yfirleitt
óþekkt. Það hefur vegna þessa (líkrar
berggerðar og samsetningar og horf-
inna flestra upprunalegra yfirborðs-
einkenna) reynst mjög erfitt að deila
grágrýtinu upp í einstök hraun, þrátt
fyrir nokkrar tilraunir. Grágrýtið var
fyrr á tímum gjarnan afgreitt sem ein
stór myndun komin úr Borgarhólum á
Mosfellsheiði (Aðalskipulag Reykja-
víkur 1962—1983 og Þorleifur Einars-
son 1968), en nú á síðari árum hefur
sýnt sig (sbr. Jón Jónsson 1972), að
þetta er of mikil einföidun. Að hluta
til hefur hún verið leiðrétt með því að
greina grágrýtisflákann upp í smærri
myndanir (Ragna Karlsdóttir 1973;
Árni Hjartarson 1980; Kristján Sæ-
mundsson 1981), þó öll kurl séu langt
frá því komin til grafar.
Nokkuð bendir til þess, að enn eimi
eftir af upprunalegu landslagi í grá-
grýtinu, þrátt fyrir jökulrof og sjávar-
ágang. Grágrýtið er víða enn mjög
þykkt, jafnvel svo að skiptir nokkrum
tugum metra. Sú skoðun hefur því
komið fram, að upptakasvæði sumra
grágrýtiseininganna sé að finna í nám-
unda við þykkustu hluta þess (sbr. Jón
Jónsson 1978). Enn sem komið er, er
þó ekki gengið úr skugga unr þetta. Ef
satt er, bendir þetta til þess að upptök
grágrýtisins séu ekki eins tengd
sprungusveimum og upptök annarra
hrauna.
Árkvarteru kerfin tvö, sem að ofan
er lýst, voru virk á tímabilinu frá 2.8-
1.6 miljón ára. Grágrýtið, sem ofan á
jarðmyndanir þeirra leggst, er allt rétt
segulmagnað (Leó Kristjánsson 1982,
munnlegar upplýsingar), þ.e.a.s. með
sömu segulstefnu og ríkir á svæðinu í
dag. Grágrýtið hefur því runnið sem
hraun á þeim tíma, sem liðinn er frá
síðustu segulumpólun, fyrir 700 þús-
und árum, eða á síðkvarter.
III. 4. Lok síðkvarters og nútími — mó-
berg og hraun
Nútímabergið eru hraun, sem runn-
in eru eftir að ísöld lauk og móberg frá
síðasta hluta ísaldar. Móbergið er að
mestu leyti frá síðasta jökulskeiði. Það
er því yngra en grágrýtið. Móbergið
finnst í stökum fjöllum og fellum,
Iöngum fjallgörðum og jafnvel flókn-
um fjallaklösunr, sem hraunin hafa
lagst upp að eða runnið umhverfis.
Hraunin eru kornin úr fáeinum nú-
tímadyngjum og eldborgum en fyrst
og fremst úr gígaröðum, sem raðast
samsíða á sprungusveimana.
Það er ekki vani jarðfræðinga, að
tala um nútímaberg, nema það sé
myndað eftir að ísöld lauk, þ.e.a.s. á
nútíma. Hér er þessi hefð þó brotin,
vegna þess að hvort tveggja bergið,
móberg síðasta jökulskeiðs og nútíma-
hraunin, eru rnynduð í söntu sprungu-
sveimunum, þeim sem ennþá eru virk-
ir á nútíma og fyrr eru taldir upp. Þó
þetta berg skiptist í tvær ólíkar berg-
69