Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 33
nokkra aðskilda hraunstrauma, sem runnið hafa frá 5 km langri sprungu snemma á nútíma og tilheyra Náma- fjalls-eldstöðvakerfinu (Karl Grön- vold 1972). Þetta er apalhraun, en þar sem það er mjög hulið vikri er illt að rekja útbreiðslu þess. Stærsta hraunspildan er norðan við Lúdent og kallast Hraunbunga, hinar spildurnar eru nafnlausar og eru allar nerna ein norður af Lúdent. Hraunið er lítið að flatarmáli, líklega tæpir 3 km2. Auð- velt er að komast að hrauninu eftir vegarslóða sem liggur frá Mývatni að Lúdent. Islandít-hraun hefur einnig fundist skammt norður af Hlíðarfjalli (Karl Grönvold 1972). Það hraun ásamt hrauninu við Lúdent eru einu þóleiísku ísúru hraunin sem kunn eru frá nútíma. Íslandít-hraunin eru mjög breytileg að efnasamsetningu og er það líklega einkenni á ísúrum hraunum. I hrauninu við Lúdent vex t. d. hlutfall Si02 frá 56.2% nyrst til 66.8% syðst. Hér hefur verið valið sýni sem tekið er í nyrsta hraunstrauminum. Tafla II sýnir efnasamsetningu hraunsins (Karl Grönvold 1972), og er sýnið tekið í yfirborði þess. Hér ber helst að undirstrika, að íslandít hefur hærra hlutfall (prósent) af Si02, Na20 og K20, en lægra hlutfall FeO, Ti02 og P2Os en basaltískt íslandít. Þessar steintegundir mynda íslandíthraunið: Dílar eru plagíóklas, ágít, magnet- ít, hypersten og ólivín. Grunnmassinn er samsettur af plagíóklas, klínópyroxen og málmi, en einnig er nokkuð af gleri. A 1. mynd (B) er sýnd smásjár- teikning af hrauninu. Þótt dílategund- irnar séu margar, þá eru dílar aðeins um 1-2% af rúmmáli bergsins. Mynd- unarröð díla er þessi: fyrst kemur magnetít, þá ágít og hypersten, svo plagíóklas og loks ólivín. Korn grunnmassans eru enn minni en í bas- TAFLA I. Basaltískt íslandít, efnagreining gerö á sýni (NI 6241) úr hraunlagi úr Þingmúlaeld- stööinni, SSA í Hetti, Skriðdal, Suður-Múla- sýslu. Ný efnagreining (I. Sörensen). - Basaltic icelandiie, new chemical analysis (by I. S0rens- en) on a satnple (Nl 6241) of lava from Höttur mountain in the Tertiary Pingmúli (Thingmúli) volcanic center, eastern Iceland. TAFLA II. Íslandít, efnagreining gerð á sýni (NI 6999) úr nútímahrauni, skammt norður af Lúdent og austur af Hverfjalli, S-Þingeyjarsýslu (Karl Grönvold 1972). — Iceiandite, chemical analysis (Karl Grönvold 1972) on a sample (NI 6999) from a Recenl lava north of Lúdent, nort- hern Iceland. N16241 wt.% N16999 wt% SiOz 55.03 sío2 58.9 TiO, 2.12 TiO, 1.2 A12Ö, 13.96 ai2o. 14.9 Fe20, 4.88 Fe20, 1.7 FeO 7.67 FeO 7.3 MnO 0.27 MnO 0.19 MgO 3.03 MgO 3.2 CaO 6.60 CaO 7.1 Na20 3.54 Na,0 4.3 k26 1.31 K,Ö 0.95 P2Os 1.10 p2o5 0.22 h2o 0.72 h2o (ekki ákv.) Alls 100.23 Alls 100.0 79

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.