Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 39
Kristján Sæmundsson: Skýrsla um Hið íslenska náttúru- fræðifélag 1983 FÉLAGAR Skráðir félagar Hins íslenska nátt- úrufræðifélags og kaupendur Náttúru- fræðingsins voru í árslok 1983 samtals 1802, og skiptust þannig: Heiðursfé- lagar 4, kjörfélagar 2, ævifélagar 41, ársfélagar innanlands 1558, ársfélagar erlendis 76, og félög og stofnanir inn- anlands 120. Fimm ævifélagar létust á árinu. Þeir voru Hjörtur R. Björnsson úrsmiður, Theresía Guðmundsson fyrrv. veðurstofustjóri, Þóroddur Guðmundsson rithöfundur frá Sandi, Þorsteinn Díómedesson frá Hvamms- tanga og S.L. Tuxen dýrafræðingur og prófessor í Kaupmannahöfn. 25 aðrir félagar létust á árinu. Meðal þeirra vil ég sérstaklega nefna Sigurð Þórarins- son jarðfræðing sem við öll þekktum. Sigurður skrifaði mikið í Náttúrufræð- inginn og talaði um jarðfræðileg efni á fræðslufundum. Hann var formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags árin 1947-1949 og ritstjóri Náttúrufræð- ingsins í 3 ár þar á eftir. Á Sigurð var jafnan vel hlustað og má í því sam- bandi minnast erindis, sem hann flutti í Náttúrufræðifélaginu um náttúru- verndarmál fyrir rúmum tveimur ára- tugum og vakti til unthugsunar og að- gerða á þeim sviðum. Frá síðasta aðalfundi hefur fækkað í félaginu um 105. Útstrikanir vegna vanskila voru 88, úrsagnir 25 og 30 létust. Nýir félagar upp í þessi afföll voru 32. STJÓRN OG STARFSMENN FÉLAGSINS Stjórn Náttúrufræðifélagsins var þannig skipuð. Formaður var Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, varafor- maður Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur, gjaldkeri Ingólfur Einarsson verslunarmaður, ritari Axel Kaaber og Jón Eiríksson var meðstjórnandi. í varastjórn voru Bergþór Jóhannsson grasafræðingur og Einar B. Pálsson verkfræðingur. Endurskoðendur voru Tómás Helgason húsvörður og Gestur Guðfinnsson blaðamaður. Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Helgi Torfa- son jarðfræðingur. Afgreiðslumaður Náttúrufræðingsins og innheimtumað- ur félagsgjalda var Stefán Stefánsson fyrrv. bóksali með stuðningi fjölskyldu sinnar. Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ól- afssonar skipuðu Guðmundur Egg- ertsson erfðafræðingur, Ingólfur Dav- íðsson grasafræðingur og Sólmundur Einarsson sjávarlíffræðingur, en hann var jafnframt gjaldkeri sjóðsins. Vara- maður í stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar var Sigurður H. Pétursson gerlafræðingur. Haldnir voru 4 stjórnarfundir á ár- inu og fjallað þar um ýmis málefni er snertu félagið. Flest af því fastir liðir, svo sem afgreiðslumál félagsins, skipu- lagning fræðslufunda og fræðsluferða. Sú breyting varð á afgreiðslu og inn- heimtu að hvort tveggja fluttist í húsa- Náttúrufræðingurinn 54 (2), bls. 85-91, 1985 85

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.