Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40
kynni Náttúrufræðistofnunar við
Hlemmtorg. Þar hefur félagið nú
geymslupláss og skrifstofuherbergi í
viðbótarhúsnæði sem Náttúrufræði-
stofnun fékk á 5. hæð fyrir rúmu ári.
Stefán Stefánsson lét um áramótin
1983/1984 af störfum sem afgreiðslu-
maður félagsins. Þakkar félagsstjórnin
og raunar félagsmenn allir honum og
fjölskyldu hans áralanga góða sam-
vinnu og margvíslega hjálpsemi. Við
afgreiðslunni tekur Erling Ólafsson en
hann starfar hjá Náttúrufræðistofnun,
og hefur lausasala Náttúrufræðingsins
smám saman verið að færast til hans.
Ný tækni og hagræðing ýmisskonar
hefur létt vinnu af afgreiðslumanni frá
því sem áður var, og þóknun til af-
greiðslumanns hefur því verið lækkuð
úr 10% af innheimtum félagsgjöldum í
6%.
Stjórn Náttúrufræðifélagsins út-
nefndi 2 fulltrúa á aðalfund Land-
verndar í nóv. 1983, þá Guttorm Sig-
bjarnarson og Axel Kaaber. Þar var
m.a. fjallað um „skipulega landnýt-
ingu með hliðsjón af verndun Land-
náms Ingólfs". I dýraverndarnefnd sat
fyrir hönd Náttúrufræðifélagsins Sig-
urður H. Richter líffræðingur og í
fuglafriðunarnefnd Agnar Ingólfsson
dýrafræðingur. í Flórunefnd sitja þeir
Eyþór Einarsson, Jóhann Pálsson og
Hörður Kristinsson. Flórunefnd er
búin að starfa lengi og vonandi fer að
hilla undir niðurstöður af störfum
nefndarinnar.
Aðalfundur fyrir árið 1983 var hald-
inn laugardaginn 25. febrúar 1984 í
stofu 101 í Lögbergi við Suðurgötu í
Reykjavík. Fundarstjóri var kosinn
Tómas Einarsson og fundarritari Axel
Kaaber. Formaður flutti skýrslu
stjórnar um árið 1983 og gjaldkeri las
upp reikninga félagsins og voru þeir
samþykktir. Abending kom varðandi
innistæðu fjár á gíróreikningi með
lágum vöxtum og þar af leiðandi rýrn-
un. Athugandi væri að færa fé á spari-
sjóðsreikning sem gæfi hærri vexti.
Óánægja var látin í ljós vegna seina-
gangs í útgáfu Náttúrufræðingsins og
þeim tilmælum beint til ritstjóra og
útgáfunefndar að taka sig þar á. Sam-
kvæmt lögum félagsins áttu að ganga
úr stjórn formaður og tveir stjórnar-
menn. Kristján Sæmundsson formað-
ur og Erling Ólafsson varaformaður
gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Ingólfur Einarsson gjaldkeri félagsins
gaf hins vegar kost á sér til áframhald-
andi stjórnarsetu. Til formannskjörs
komu fram tillögur um þá Einar Arna-
son líffræðing og Ágúst H. Bjarnason
grasafræðing. Atkvæði féllu þannig að
Einar fékk 15 atkvæði en Ágúst 20. 1
seðill var auður. Tillögur komu fram
um tvo stjórnarmenn, þá Ingólf Ein-
arsson og Bergþór Jóhannsson. Voru
þeir báðir kjörnir, Ingólfur með 29
atkvæðum, Bergþór með 30 at-
kvæðum. 5 seðlar voru auðir. I vara-
stjórn voru þeir Einar B. Pálsson og
Bergþór Jóhannsson. Einar gaf ekki
kost á sér til endurkjörs. í stað þeirra
kontu uppástungur um Ingibjörgu
Kaldal jarðfræðing og Þór Jakobsson
veðurfræðing og voru þau kjörin.
Endurskoðendur voru kjörnir þeir
Magnús Árnason og Einar Egilsson.
Gestur Guðfinnsson var endurkjörinn
varaendurskoðandi. Óskar Ingimars-
son var kjörinn varamaður í stjórn
minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar.
FRÆÐSLUSAMKOMUR
Á árinu 1983 voru haldnir 6 fræðslu-
fundir, allir í Árnagarði, stofu 201.
Efni var hið fjölbreytilegasta og jafnan
fyrirspurnir og umræður í lok erinda.
Aðsókn var jöfn, að meðaltali um 40
manns. Fyrirlesarar og efni fyrirlestra
var sem hér segir:
86