Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 41
31. janúar
Fyrirlesarar Þorleifur Einarsson
jarðfræðingur og Ævar Petersen dýra-
fræðingur. Efnið: Jarðfræði og fuglalíf
Grímseyjar.
28. febrúar
Fyrirlesari Einar H. Guðmundsson
stjörnufræðingur. Efnið: Þróun sól-
stjarna.
28. mars
Fyrirlesari Jóhann Sigurjónsson líf-
fræðingur. Efnið: Hvalir við ísland.
25. apríl
Fyrirlesari Oddur Sigurðsson jarð-
fræðingur. Efnið: Jarðfræðileg ljós-
myndun úr lofti.
31. október
Fyrirlesari Jón Gunnar Ottósson líf-
fræðingur. Efnið: Lifnaðarhættir ís-
lenskra blaðlúsa.
28. nóvember
Fyrirlesari Hreggviður Norðdahl
jarðfræðingur. Efnið: Jökullón og
jökulmenjar í Fnjóskadal og Flat-
eyjardal.
Þakkar stjórnin fyrirlesurunum
þeirra góða framlag til félagsstarfsins.
Undantekningarlaust taka menn því
vel þegar til þeirra er leitað um erind-
isflutning og verður svo vonandi
áfram.
FRÆÐSLUFERÐIR
Sumarið 1983 voru að venju farnar
fjórar fræðsluferðir til náttúruskoðun-
ar, þrjár eins dags ferðir og ein þriggja
daga ferð. Þátttakendur í ferðunum
urðu alls um 190. Bílar voru fengnir
frá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónas-
sonar.
1. Sunnudag 15. inaí var farin fugla-
skoðunarferð út á Reykjanes. Farar-
stjóri var Erling Ólafsson. Þátttakend-
ur voru 28.
2. Sunnudag 10. júlí var farin grasa-
ferð í Heiðmörk og nágrenni. Farar-
stjóri var Eyþór Einarsson. Þátttak-
endur voru 22.
3. Langa ferðin var farin föstudag
12. — sunnudags 14. ágúst og skoðaðir
Lakagígar og Skaftáreldahraun.
Veður var milt en lítið skyggni vegna
þess hve lágskýjað var. Minna var því
skoðað en verið hefði í bjartviðri. A
inneftirleið fyrsta daginn var rennt
upp í Skaftárdal, konrið við á
Kirkjubæjarklaustri og skoðuð sýning
í minningu Skaftárelda. Annan daginn
var ekið vestur í Blágil, þar norður yfir
hraunið í Hnútu og austur með Laka-
gígum. Gerðist sú ferð æði slarksöm,
áður en lauk, þokan dimm, brekkurn-
ar brattar og einn bíllinn bilaði. Þriðja
daginn var gert við bílinn til bráða-
birgða og lagt af stað heim um tvö-
leytið. Komið var til Reykjavíkur um
miðnætti. Þátttakendur í ferðinni voru
um 120. Leiðsögumenn voru Jón Jóns-
son, Ingvar Birgir Friðleifsson, Þor-
leifur Einarsson og Kristján Sæmunds-
son jarðfræðingar.
4. Síðasta ferðin var farin þ. 11.
sept., jarðfræðiferð í Botnsdal. Leið-
sögn annaðist Kristján Sæmundsson.
Þátttakendur voru 18.
ÚTGÁFUSTARFSEMI
Af útgáfustarfsemi er fátt að segja,
því allt sem út kom af Náttúrufræð-
ingnum var 1 tvöfalt hefti (3-4 hefti
51. árg.) á vordögum. Fólk er að von-
um óánægt með þennan seinagang á
útgáfu Náttúrufræðingsins. Leiðir til
úrbóta eru til umræðu og vonandi er
bjartara framundan.
FJÁRHAGUR
Reikningar félagsins sýna góðan
fjárhag fyrir síðasta reikningsár, enda
samhengi þar á milli og seinagangs í
útgáfu Náttúrufræðingsins. Vonandi
saxast fljótlega á sjóðinn með nýju
átaki í útgáfumálunum.