Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 46
ATHUGASEMD
ORÐ í EYRA
Mál, rætt eða ritað, er vandmeðfarið,
Við, sem stundum mikið lestur fræðirita og
einnig það að semja slíkt, erum oft í
vanda. Sá vandi stafar ekki hvað minnst af
því að í fræðiritum er að jafnaði notast við
tiltölulega lítinn orðaforða. Það sem veld-
ur er orðafátækt og jafnvel alger skortur á
orðum. Pá er stundum gripið til þess að
búa til ný orð og þá kemur hinn mikli
vandi að nota góð og gegn íslensk orð í
nýrri, og raunar allt annarri merkingu en
þeirri upprunalegu. Hér á ég fyrst og
fremst við orðið sveimur (sprungu-
sveimur), sem óspart er notað um það
(þ. e. a. s. sprungubelti, sprungurein),
sem er alger andstaða við þá merkingu
orðsins, sem er gömul í málinu. íslensk
tunga er í meiri hættu nú en líklega nokkru
sinni fyrr. Veldur því sterk ásókn
enskunnar og það dálæti, sem yngri kyn-
slóðin virðist hafa á því máli. Raunalegt er
að verða vitni að því að íslendingar, sem
eiga að hafa fengið sæmilega menntun
verða að nota ensku í viðræðum við aðra
norðurlandabúa. Finnar eru að sjálfsögðu í
sérstöðu hvað þetta varðar.
Stundum virðast orð hafa verið búin til
með það fyrir augum að sýna frumlega
hugsun og orðfæri, og sést þá yfir, að sá
sem svo streytist við, sýnir með því ekkert
fremur en skort á frumleika. Orðin „jarð-
virkni“ og „hnik“ hef ég áður minnst á í
þessu riti og tel að þau eigi lítið erindi inn í
forða íslenskra jarðfræðiorða. Og nú kem-
ur „sil“ í grein eftir ritstjóra í hefti 3—4,
1984, bls. 160. Fyrst er það orð notað, það
ég veit, í grein eftir Sigurð Þórarinsson í
Jökli 1981, bls. 73-74 og þar notað sem
þýðing á „soilfluction". Áður hefur það
orð verið þýtt með jarðrennsli, og finnst
mér það öllu skárra, því seinni liður orðs-
ins þýðir streymi, hreyfing. Sil er að mínu
mati kauðalegt orð og óþjált, og vona ég
að það silist út úr orðaforða íslenskra
jarðfræðinga. Nokkra undrun vekur það
mér að hvorugum höfundanna virðist hafa
verið kunnugt um að myndanir þær, sem
verið er að lýsa og algengar eru í hh'ðum
fjalla, hálsa og hóla um allt Suðurland
heita PALDRAR. Það orð er notað í öll-
um sveitum Skaftafellssýslu og líklega um
land allt, því spurt hef ég fólk bæði af
Vestfjörðum og Austfjörðum, sem kann-
ast vel við það. Paldrar geta líka myndast í
litlum halla og er vel þekkt fyrirbæri í
Skandinavíu. í Svíþjóð eru þeir nefndir
„fárstigar" (kindagötur). Önnur tegund
paldra er götupaldrar, hryggir milli þeirra
skorninga (götuskorninga), sem urðu til á
fjölförnum leiðum meðan hesturinn var
eina farartækið á landi hér. Nú hefur okk-
ar ágæti ritstjóri fengið 12 sér til aðstoðar.
Fyrirmyndin er öllum kunn og hin besta,
en vart trúi ég því að enginn þeirra þekki
paldra. Að lokum vil ég eindregið ráða
náttúrufræðingum til að nota hvert tæki-
færi að auka orðaforða sinn með lestri
„fagurbókmennta“. Aðeins tvo höfunda
vil ég nefna: Þórberg Þórðarson og Sigurð
Nordal.
Jón Jónsson
Orkustofnun
SVAR
Þegar jarðvegur „silast" niður hlíðar
fjalla hrukkast hann og myndar þrep eða
stalla. Þetta nefndi ég jarðsilsþrep og er
sammála Jóni að paldra eða paldri er langt-
um betra. Jarðsil á hins vegar við „aðgerð-
ina“ en ekki „afraksturinn“ og finnst mér
það skárra en jarðrennsli, sem á betur við
fyrirbrigði sem ganga hratt fyrir sig, t. d.
aurskriður. íslenskan má vel við því að
bætist við orðaforða hennar, ef tungumálið
á að þróast eðlilega. Þá er ekki óvanalegt
að til séu mörg orð yfir sama fyrirbrigðið,
t. d. hryssa, meri, bikkja, trunta, fylhross,
fylja, kapall o. fl. Ég mun því bæði nota
jarðsil og paldur framvegis, því sil er gott
og gilt íslenskt orð.
Ég þakka Jóni fyrir athugasemd hans og
guði fyrir það að Jón tók ekki eftir því að
ég staðsetti Pétursey í Rangárvallasýslu,
en á vitanlega að vera í Vestur-Skaftafells-
sýslu.
Helgi Torfason
Náttúrufræðingurinn 54(2) bls. 92, 1985
92