Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 47
Ritfregnir SKAFTÁRELDAR 1783-1784 Ritnefnd: Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Gylfi Már Guðbergsson, Sigurður Pór- arinsson, Sveinbjörn Rafnsson og Þor- leifur Einarsson. Útgefandi: Mál og menning Reykjavík, 1984, 442 bls. Frá því að ég fyrst hleraði að í ráði væri að gefa út stórt rit um Skaftárelda, þegar 200 ár væru liðin frá því að þeir hófust, hef ég sjaldan eða aldrei beðið bókar með meiri eftirvæntingu. Til þess liggja ýmsar orsakir og þá fyrst og fremst þær að eld- sveitirnar eru mínir heimahagar. Þar sleit ég barnsskónum og hlýddi á frásagnir þeirra eldri um hörmungar, sem af eldun- um stafaði, sumar að vísu með nokkrum þjóðsagnablæ, en aldrei án þess að hræra við hugarflugi. Og nú er bókin komin, mikið rit og innihaldsríkt, sérlega eiguleg bók. Hún skiptist í tvo hluta, fyrri hluti inniheldur ritgerðir eftir samtals 20 höfunda en hinn síðari ber yfirskriftina: „Heimildir að sögu Skaftárelda og Móðuharðinda 1783- 1785.“ Um þann hluta ritsins verður hér ekki fjallað. Fremst í bókinni er „Annáll Skaftárelda“ og er hann talsvert nákvæmari en sá sem birtur var í Náttúrufrœðingnum 37. árg. 1968 og í Árbók F.í. 1983, en hér sem annars staðar er það frásögn séra Jóns Steingrímssonar sem er grundvöllurinn. Við er bætt ýmsu um önnur eldgos al- mennt, um séra Jón og rit hans ásamt því fyrsta sem komst á prent um Skaftárelda. Flest af þessu er þeim vel kunnugt, sem á annað borð hafa kynnt sér sögu Skaftár- elda að einhverju marki og það sem um þá hefur verið ritað. Verðmætar eru upplýs- ingar um hvernig frásagnir af gosinu kom- ust fyrst í hendur erlendra vísindamanna. Kortið er hið sama og það er birtist í áður nefndri grein í Náttúrufræðingnum. Nokkrar leiðréttingar hefði mátt gera á því, en ekki skipta þær máli. Næsta ritgerð ber yfirskriftina: „Nýtt kort af Skaftáreldahraunum og Lakagíg- um.“ Ég skal játa að ekki á ég von á miklu nýju hvað varðar stærð Skaftáreldahrauns, en miklu fremur vænti ég nokkurs hvað varðar gígaröðina sjálfa, því lengi mun þar mega nokkru um bæta og hún hefur aldrei verið nákvæmlega kortlögð fyrr. Þar var nýrra hluta að vænta. Flatarmál hraunsins er það vel þekkt nú orðið að ekki var mikilla nýjunga að vænta hvað það varðar og hefði því verið eðlilegt að snúa sér fremur að öðrum spursmálum. Sama gildir raunar um rúmmál þess. Varð- andi það fást naumast nokkurntíma ná- kvæmar tölur. Persónulegt álit mitt er að þykkt hraunsins sé vanmetin á stórum svæðum eins og t. d. frá Skálarstapa og austur á Dyngjur og eins á svæðinu austan við Þverá, en þar heitir líka Dyngja, við Sandskarðshálsa og víðar. Vel hefði mátt geta óbrennishólma í hrauninu. Einn slík- ur, sá stærsti, er austan við Botna, annar rétt við þjóðveg norðan Eldvatns í Meðal- landi, Nauthólmar vestur af Leiðólfsfelli og fleira mætti telja. Að vísu eru þetta svo litlir blettir að naumast vekja athygli á korti í þeirri stærð, sem þarna er. Til bóta hefði verið að liafa kortið í litum, fyrst ekki var hægt að hafa það stærra. Fyrsti hluti ritgerðarinnar, sem með kortum og myndum tekur yfir 10 blaðsíður, fer raunar í upptalningu á því sem áður er gert á svæðinu og í öðru lagi endurtekning á hluta af annál gossins. Það sem nýtt er rúmast á rösklega fjórum síðustu blaðsíð- um ritgerðarinnar. Kortið yfir hraunin veldur vonbrigðum. Gígirnir vestan við Leiðólfsfell eru enn sýndir sem gervigígir, en það leiðir ósjálfrátt hugann að því, sem raunar er harla merkilegt, en það er hvað hægt er að ferðast um og skoða án þess að sjá. í ritgerð sinni „Ferð um Vestur Skafta- Náttúrufræðingurinn 54 (2), bls. 93-96, 1985 93

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.