Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 48
fellssýslu sumarið 1893“, sem birtist í And-
vara árið eftir segir Porvaldur Thoroddsen
um þetta svæði:
„þar eru stórar hrannir af vikri;
hraunkúlur og klessur hnefastórar
og sumar á stærð við mannshöfuð
liggja þar á víð og dreif, og hefur
þurft mikið afl til þess að kasta þeim
þangað alla leið frá eldborgunum“
(bls. 111, leturbreyting mín).
Furðulegt má það heita að þessi stór-
meistari íslenskra jarðvísinda skyldi ekki
gera sér grein fyrir að gosið sem þetta er
frá hefur orðið svo að segja á staðnum, í
gígum vestan við Leiðólfsfell og götuslóð-
in, sem hann reið er meðfram þeim. Ekki
sýnist hann heldur hafa hugleitt þá stað-
reynd að mjög lítið er um „hraunkúlur og
klessur" nema alveg í næsta nágrenni við
eldvörpin frá 1783. Niðurstaða Þorvaldar
hefur verið látin gilda einnig í þetta sinn.
Gígir þeir, sem eru lengra norður í
hrauninu og eldri en Skaftáreldahraun,
sýnist mér líklegast að séu í framhaldi gos-
stöðvanna við Leiðólfsfell. Að fá úr því
skorið hefði verið meira áhugavert heldur
en að vera að bisa við að finna rúmtak
hraunsins, sem í öllu falli er harla vonlaust
verk. Leitt þykir mér að sjá notað örnefnið
„Varmárfjöll“ í stað hins rétta, sem er
Varmárfell. Sama er að segja um „Tjarn-
argíg“ sem heitir Eldborg og hrauntraðirn-
ar frá henni heita Eldborgarfarvegur. Ör-
nefni ber að hafa í heiðri.
Varðandi gígaröðina sjálfa, þá hefur
hún ekki fyrr verið sérstaklega kortlögð og
það var raunar öfundsvert verkefni. Kortið
er fallega teiknað og svo virðist sem höf-
undur hafi nógan efnivið til þess að gera
það í stærri mælikvarða, en það hefði gefið
fyllri mynd og verðuga þessu einstæða
sköpunarverki náttúrunnar. Væri kortið
gert sem sérkort t. d. í mælikvarða
1:25.000 og haft í litum hefði það orðið
höfundi til hins mesta sóma og líklega get-
að orðið söluvara. Með ánægju hefði ég
borgað slíkt kort hærra verði en bókina
alla. Eins og nú er hverfur það inní bókinni
eins og hver önnur lítilmótleg mynd.
Ekki er tekin afstaða til þess hvort gosið
hafi áður á sömu sprungu, en aðeins
minnst á að nokkrir telji að svo hafi verið.
K. Sapper (1908) mun fyrst hafa látið að
því liggja, en sumir telja að öskugígirnir
séu frá upphafi Skaftárelda, án þess þó að
færa rök fyrir þeirri skoðun. Tvennt er
þarna að athuga. Þessir gígir skera sig
mjög úr að útliti. Um stóra öskugíginn,
sem er um 2 km vestan við Laka, liggur
misgengi, sem þýðir að hann var til fyrir
gosið 1783, og að þá gaus á þeirri sprungu.
Þetta má raunar sjá á litmyndunum á milli
bls 208 og 209. Að misgengin urðu til áður
en hraun tók að renna í síðasta gosi má
auðveldlega fullvissa sig um á skerinu vest-
an við Laka. Spursmál sem þetta hefði
verið æskilegt að taka upp. Hvað voru
„Rauðöldur", sem Sveinn Pálsson getur
um á þessu svæði? Örnefni það er nú
glatað. Sterklega grunar mig að gígurinn
„Roter BergL‘ á korti Sappers sé eldri en frá
1783. Hann er hæstur gíganna.
Nánast broslegt er það að halda því fram
(bls. 45—46) að það hafi uppgötvast fyrst
1967 að hraunið milli Hverfisfljóts og
Brunnár tilheyrði Skaftáreldahrauni. Eng-
an veit ég þann í sveitunum milli sanda,
sem ekki gerði sé fulla grein fyrir því.
Frásögn séra Jóns Steingrímssonar hefði
líka átt að nægja til þess að sannfæra um
hið rétta. Fleira mætti tína til varðandi
þennan hluta bókarinnar en ekki skal það
að sinni gert.
„Bergfræði Skaftáreldahrauns“ vekur
mjög persónulegan áhuga ntinn, ekki
minnst vegna þess að fyrir röskum 15 árum
reyndi ég á einfaldan hátt að kanna hvort
hægt væri að finna mun á því hrauni, sem
fyrst kom, og þá vestan Síðu, og hinu sem
síðast kom en það var Tanginn austan
Eldvatns á Brunasandi. Einfaldar smásjár-
rannsóknir (sbr. Náttúrufr. 40, 1970, bls.
216) sýndu engan mun og það er óneitan-
lega gaman að fá það staðfest með svo
nákvæmum rannsóknum, sem þarna er
gerð grein fyrir. Ofurlítið vænt þykir mér
um efasemdir höfundar varðandi kviku-
hlaup úr Grímsvötnum til Lakagíga. Ég
hef á tilfinningu að megineldstöðvar séu
komnar í tísku og öll eldvirkni eigi að
tengjast þeim og ekki er ég frá því að
94