Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 49
kvikuhlaupin í Kröflu hafi smitað út frá sér. Hvað um 3—4 aðrar gossprungur í „dal eldanna", og tvær þeirra með veru- lega aðra samsetningu? Kortið yfir ösku- og vikurlögin (ég kann ekki við gjósku nafnið) frá gosinu hefur áður verið birt. Sammála er ég þeim, sem telja að öskufall í Skaftáreldum hafi verið ofmetið, svo lítt áberandi eru öskulögin strax niðri í byggð. Hins vegar er mikill vandi að áætla upprunalega þykkt þeirra í næsta nágrenni eldstöðvanna, því mikið hefur fokið til. Dænii þekki ég um svo mikinn storm þarna að upp í 1 m hæð yfir jörð var ein óslitin vikurhríð, sem tætti fötin utan af manni og hefði vafalaust orð- ið að fjörtjóni hefði ekki náðst til skjóls í einum gíganna. I slíkum veðrum verður óhemju tilflutningur á efni, og þau eru ekki fátíð á þessum slóðum. Um „móðuna" frá eldunum, uppruna hennar, dreifingu og áhrif er fjallað á skil- nterkilegan og strang vísindalegan hátt í tveim ritgerðum. Kortin yfir mannfjölda í eldsveitunum fyrir og eftir Skaftárelda gefa glögga mynd af þeim ósköpum, sem gengu yfir þessar sveitir. Nes í Skaftár- tungu var samkvæmt korti Sæmundar Hólm sunnan við Neshól og þar er lítill óbrennishólmi og í honum garðlag. Gjarnan vil ég undirstrika niðurlagsorð- in í ritgerðinni um bæjarrústir. Miklu hefur verið spillt að óþörfu og þar með gert ómögulegt komandi kynslóðum að grafast fyrir verk forfeðranna. Um mannfallið í Móðuharðindum er fjallað á fordómsfrían hátt og að strangvísindalegum leiðum, og minnist ég ekki að hafa séð það fyrr. Það eru orð í tíma töluð að teknir eru til með- ferðar sent flestir orsakaþættir þeirra hörmunga, sem þá gengu yfir þjóðina, en oftast var skuldinni skellt á einn eða tvo, eldana og dönsku stjórnina. Mikill fengur er í svona ritgerð. Löngum hefur sú skoðun verið ríkjandi hér á landi að stórnvöld hafi verið svifasein til aðstoðar við landslýð í þessum hörm- ungum og vill þá gleymast hversu erfiðar samgöngur voru á þessum tíma og frétta- flutningur óljós. Gerólíkar aðstæður í Danmörku og á íslandi hindruðu réttan skilning á vandamálunum. Þessum atrið- um eru gerð einkar góð skil í ritgerð um viðbrögð stjórnvalda og sýnist mér þau hafi raunar verið furðu snögg miðað við aðstæður, eins og nú er í tísku að segja. Gott dæmi um þetta er að þeir Magnús Stephensen og Levetzow kammerherra voru sendir af stað á meðan eldarnir geysuðu, en komust ekki á leiðarenda fyrr en árið eftir. Skýrlega er frá því greint hversu stjórnvöld og landslýður var lítt við svona erfiðleikum búinn. í því sambandi hvarflar hugurinn ósjálfrátt að því hvernig við séum nú í dag viðbúin, jafnvel við erfiðleikum sem eru smámunir við þá, sem hér um ræðir. Hvað er t. d. um olíuforða fyrir norðurhéruð landsins, ef langvarandi hafnbönn yrðu vegna hafísa og flutningar á landi hindruðust vegna snjóþyngsla? Það er auðvelt að dæma liðinn tíma og dæma hart, en vera miður fundvís á gallana, sem eru okkur nær. Þær ritgerðir sem á sögu- legum grundvelli fjalla um ýmsa þætti þessa tímabils í sögu okkar eru að mínu mati geysi verðmætar, ekki síst vegna þess að þar eru dregnar saman staðreyndir, sem hafa verið öllum almenningi lítt aðgengi- legar. Mikil vöntun er að rnínu mati það að ekki skuli í svona bók hafa verið tekið með sjálft öndvegisritið um Skaftárelda, rit Jóns Steingrímssonar. Myndaval í bókinni er yfirleitt gott, en niðurröðun þeirra dálítið handahófskennd og klaufalegt að hafa ekki blaðsíðutöl á litmyndasíðum. Ofrausn má það teljast að hafa þrjár myndir af rústum Hunkubakka- bæjarins, tvær í svarthvítu á bls. 133 og eina litmynd á gengt bls 224. Hefði sú mátt nægja. Svo oft er búið að birta myndina á bls. 30 af veginum yfir eystri kvísl Skaftár- eldahrauns að henni hefði vel mátt sleppa og láta litmyndina gegnt bls. 209 nægja, enda er hún miklum mun betri. Myndinni fyrir neðan liana hefði mátt sleppa. Vöntun kunnugleika þeirra er myndirnar völdu og sömdu texta við kemur áþreifan- lega í ljós, þegar aðgætt er að efri litmynd- in nr. 12, milli bls. 208 og 209, er sögð vera tekin til norðausturs og yfir Skaftá og með Uxatinda í baksýn. Hið rétta er að myndin er tekin til norðvesturs og tindurinn er 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.