Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 6
60
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
veru minnir samlíf þeirra mjög á lítið þjóðfélag, þar sem allir
þegnarnir verða að inna af liendi vandasöm störf, cn ráðin
eru i höndum þeirra, sem elzlir og vitrastir eru, og fullan þroska
hafa fengið. Gæsirnar fara að koma hingað í Borgarfjörð um
miðjan apríl og stundum eitthvað fyrr, og fara sjaldan að öllu
leyti fyrr en i októberlok. Stóra grágæs var skotin á Hvílá 2(i.
jan. 1935, og mun það vera afar sjaldgæft að gæsir sjáist á þeim
tíma árs. Þær gæsategundir, er ég veit að liafi sézl liér eru:
Stóra grágæs algeng. Akurgæs sennilega sjaldgæf. Heiðagæs
nokkuð algeng. Stórahlesgæs algeng. Litlu blesgæs liefi ég skotið
einu sinni 1933, og 1935 skaut Þorbj. Ölafss. á Hvítárvöllum eina.
Helsingi sést bér ekki oft, en margir villasl á honuni og öðr-
um gæsategundum. Margæs algeng.
Álfl er algeng. Skáldin hafa sungið henni lof í ljóðum sinum,
og vissulega er söngur Iiennar oft töfrandi fagur. En það er
eins með svanasönginn og fjöllin, fjarlægðin gerir hann fegurri
og varpar yfir hann töfrablæ ófæddra æfinlýra. Svanasöngur
kemur víða við. Áslin á þar sterkan streng, sem elskendum er
gott að hlusta á. Þar má heyra gleði þegar góðum vinum er
fagnað og Iofsöng til móður moldar, sem öllum er góð. En feg-
urstu tóriana á þar þó sorgin. Þar má heyra stundargrát barns-
ins, sem ofl gleymist fljótt. Og sorg hins fullvaxna, sem streym-
ir eins og lifandi elfur um æðar og bjarta unz öllu líkur.
Stokkönd er algeng og dvelur að einhverju lévti allt árið
hér í Borgarfirði, en jafnan er þó lang minnst um liana um
háveturinn. Stokkönd leggur sér lil munns flest, sem æll er.
Um hásumarið þegar kornsúra og sfararfræ eru þroskuð lifir
bún mikið á þeim ásamt spírum vatnajurta. En þegar haustar
að og grös fara að sölna eru rælur og rótablutar forðabúr
fjölæru jurtanna. Þetta veit stokköndin vel og bergir af þeim
mikla nægtabrunni, en aðalfæða bennar á öllum limum árs
eru þó ýms smádýr. í leðjunni felast þau oft og því er vissast
að láta tunguna skera úr bvort svo er, og gerir þá ekkert til
þó eittbvað af leðjunni fari með lil smekkbætis. Ungarnir lifa
framan af eingöngu af flugum og smá skordýrum, og dauðinn
verður blutskipti þeirra ef þá björg þrýtur.
Á vetrum er oft bart í búi bjá stokköndinni þegar tjarnir
og flestir lækir frjósa, og margar leita þá lil sjávar og senni-
lega til annarra landa. En þegar isa leysir og fjötrar vetrarins
fara að rofna, kemur stokköndin aftur og dreifir sér um „breið-
au Borgarfjörð.“