Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
08
skamnit í burtu þau örlög, er allir veikir verða að lúta — lýn—
ast og gleymast í myrkri aldanna. —
Keldusvín sést hér alloft, sérstaklega á vetrum nálægt laug-
og kaldavermslulækjum. Þar, sem ég þekki til hefir þeim
farið mjög fækkandi á síðustu árum. Keldusvinið hefir jafnan
verið álitinn afar dularfullur og einkenilegur fugl og efalaust
hafa flestar sagnir um liverafugla átt eitthvað skylt við það.
Keldusvínið er einna helzl á ferli í ljósskiptunum og á næturn-
ar. Sé það ónáðað, flýgur ])að oft stuttan spöl, stingur sér,
stundum jafnvel af flugi, ofan í lækinn og oft er engu líkara
en jörðin hafi gleypt það. Keldusvínið er ekki vel til flugs fallið,
en frátt á fæti. Flugiþróttin veitir því ekki næga vernd og því
leitar ])að tiI jarðhúsa sinna, sem oft eru undir lækjarhökkum,
þó þess sjáist engin merki að utan. Aðeins eill dæmi veiL ég
til þess að keldusvinshreiður hafi fundizt og verj)ti fuglinn i
sama hreiðrinu noklcur ár í röð.
Rjúpan er sá fugl Borgarfjarðar, scm uppsveitarmenn liafa
mest not af. En öðru hvoru verður þó rjúpnalaust með öllu.
Orsakir lil ])ess virðast í mörgum tilfellum ókunnar. Og aldr-
ei er það fellir, sem fækkuninni veldur. Sumir halda að rjú])-
an fari úr landi til Grænlands, en aðrir að hún villist á haf
út og farist þar. Víst er það að rjúpur liafa fundizt sjóreknar
við íslandsstrendur. I nóvember 1918 sáust rjúpur jafnvel
stórir hópar, sem ekki gátu flogið, voru það deyjandi fuglar,
holdlausir með öllu. Sumir vildu setja þetta í samband við
Kötlugosið um liaustið En ef til vill hafa sóttkveikjur eða skort-
ur á vissum gróði valdið því.
Rjúpan er flestum fuglum fremur öræfaharn og lieiða. Fvrir
æfalöngu hafa forfeður Iiennar valið sér það hlutskipti, og
éins og önnur hörn jarðar lagað sig eftir staðháttum og kröf-
um lífsins. Varla er til helri lýsing á fugli en hjá Jónasi „Hvít
með loðnar tær“. Þessi orð eru svo sönn og segja svo mikið,
að aðeins skáld, sem skildi málfar öræfa og auðnar gat skapað
þau. Og samúðin sem í þeim felst verður aldrei mæld eða vegin.
Auk þcssara fugla sjást flestir eða allir íslenzkir sjófuglar
við og við þar, sem ég þekki vel til, en það eru aðallega: Bæjar-
sveit, Andaldll, Reykholtsdalur og nokkur Iiluti Stafholtstungna.
Farfuglum virðist hafa fækkað mörgum hverjum, að undan-
teknum öndum og gæsum, á síðustu 20 árum. Efalaust á kjó-
inn og aðrir fuglahanar og eggjaræningjar drjúgan þátt í því.