Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 95 skriðuin niilli Hemru og Flögu. Er það alls staðar smávaxið og næsla ólíkt að því levli hræðrum sínum i görðum t. d. í Rvík, þar sem það er oft hnéhátt illgresi. Kræklurút (Corallorhiza innata) vex ginnig á heiðinni. Kúmen vex víða í túnum og gömlum görðum, en baldursbrá sést varla. Fáeinar gulbrár uxu í túninu á Hemru, bafa einbvern veginn slæðst þangað nýlega. Af bæðunum við Hrífunes sést út á svartan Mýrdalssandinn. Fvrir vestan Hólmsá sjást grænir blettir á sandinum, sem myndazt lmfa eftir lilau])ið 1918, að niestu að minnsta kosti. Kru þetta língresisflesjur og sér víða i sand milli jurtanna þeg- ar að er komið. Talsvert er af sandvingli innan uni og ögn af klóelftingu og brossanál í graseyjum þessum. Eg gekk vfir sand- inn að Laufskálavörðum og leit eftir gróðrinum, sem aðeins er á strjálingi, þegar út á sandinn kemur. Er þar sandvingull bvarvetna aðaljurtin í smátoppum. Annars er aðeins jurt pg jurt á stangli um sandinn. Gekk ég i allstórum krókurn út frá veginum, en við hann er auðvitað líklegasl að jurtin nái fót- festu fyrst. Auk vingulsins voru algengustu tegundir skriðlín- grcsi og blóðberg. Svo sá ég auk áðurnefndra hundasúru, veg- arfa, músareyra, bolurt, lambagras, melskriðnablóm, linúka- krækil, skeggsanda, kattartungnu, gulmöðru, grýtu (við læk), móeski, bjúgstör og í litlum gróðurbólmum (auk sandvinguls og skriðlingresis) blásveifgras, vallarsveifgras, stinnastör, ax- bæru, þursaskegg og móasef. Alls sá ég þá þarna 2A tegundir blómjurta. Grámosi befir bér og ]>ar náð fótfestu lítillega og jómfrúhár (Politrichum). Sandurinn er smáöldóttur austan til og sums slaðar er bann nokkuð grýttur, með farvegum, cn verður flatur þegar dregur nær Laufskálavörðum, en þær standa á lágri bæð sandorpinni. Eru þarna vörður margar og sjást langt að. Svo tekur aftur við flöt sandsléttan. Er byggðin Alptaver eins og eyja úti i sandhafinu. Eru Laufskálavörður miðja vega milli Hrífuness og Álptavers. Má sandurinn víðasl beita gróðurlaus, því að Katla og jökulkvíslarnar eyða bonum jafnharðan, svo að bann fær aldrei friðland til lengdar. Verður það land víst seint grasi gróið hérað. Reykjavík, á vorjafndægrum 1944.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.