Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 46
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURTNN
fræðislofnunar húskólans í Vínarborg, en flýði þaðan lil Banda-
ríkjanna árið 1939, er nazistar hernámu Austurríki. Ehrenhafl
prófessor hefir nú vakið á sér alheimsathvgli með nýstárlegri
kenningu um eðli segulmagns, sem Itami birti skönmiu cftir
áramótin síðustu.
Mönnum Iiefir ekki dulizt, að rafmagn og segulmagn cru
fullkonmar hliðstæður i mörgu tilliti og liaga sér þá eins. Hins
\egar var samræmið engan veginn fullkomið. Segulmagnið
virlist liafa sérstöðu að ýmsu leyli. Til dæmis um þessa ósam-
kvæmni cr það, að rafmagnið, sem cr tvénns konar, aðhverfl
og fráhverft eða j>ósitífl og negalift, hefir alltaf reynzl vera
tengt ákveðnum örsmáum eindum, rafeindum, þannig að hver
cind liefir aldrei nema aðra rafmagnstegundina inni að halda,
en hver segulmagnaður efnishluli hcfur ávalll lil þessa reynzt
hafa tvenns konar segulmegn að gevma. Reynslan var sú, að sér-
hver segull hefði norðurskaut öðrum megin, cn suðurskaul
hinum megin, og væri honuin skipt i tvo eða fleiri hlula, varð
hver hlutinn aftur að fullkomnum segli með norðurskaut öðr-
um megin, en suðurskaul hinum megin. Menn höfðu aldrei
rekizl á segulmagnaðan efnishluta, hversu smár sem væri, er
ekki hefði tvci segulskaut.
Ehrenhaft prófessor telur sig nú hafa færl sönnur á það, að
lil séu tvenns konar seguleindir, alveg eins og talið hefir verið
lengi vel, að til séu tvenns konar rafeindir, og hann heldur ]>ví
fram, að hvor legund þessara seguleinda hafi aðeins aðra teg-
und segulmagnsins að geyma. Ilann telur sig ennfremur hafa
framleitt segulslraum milli tveggja segulskauta, alveg eins og
rafmagnsstraumur fer milli tveggja rafmagnsskauta, ef þau
eru tengd saman með einhvers konar rafmagnsleiðslu. Mjög
sterk röksemd virðist það vera fvrir kenningu Ehrenhafts, að
honum hefir tekizt að kljúfa vatn i frumefni sín, vetni og ildi,
tneð því að senda slikan segulstraum milli skautanna á segli,
sem slungið var niður i sýruupplausn, alveg eins og vatn klofn-
ar á þennan hátt, ef rafmagnsstraumur er sendur gegn um þcss
konar vökva. Enn heldur prófessorinn því fram, að segullinn
missi smám saman meira og meira af skautstyrk sinum, þvi
lengur sém segulstaumurinn gengur milli skautanna, alveg
eins og vera ætli samkvæmt orkulögmálinu, og er þetta mikil-
væg röksemd fvrir kenningu hans, ef rétt reynist.
Kenningin er óneitanlega falleg og aðlaðandi. Flestir, sem
hafa kynnt sér frumatriðin i rafmagns- og segulmagnsfræði,