Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN 119 VoU svæði í Hruiuimaniiahieppi. 1 jörnin er barmatull, svo að rennur iir henni. (Ljósöi.: Guðm. Kj.). einkennum sínum. Bæði Brúará og Ytri-Rangá mega heita eindregn- ar lindár £rá upptökum til ósa. Ár, sem renna úr stöðuvötnum með neðanjarðarrennsli af þurr- um svæðum, verða nokkuð afbrigðilegar lindár. Stórar og merkar ár af því tagi eru Sogið, sem kemur úr Þingvallavatni, og Laxá, sem kemur úr Mývatni. Allt yfirbragð þeirra virðist að vísu fullkomlega með lindár einkennum: Þær liafa stöðugt vatnsmagn, eru lítt niður- grafnar, eyralitlar, með grasi grónum bökkurn o. s. frv. En það, sem helzt ber á milli, er hitastig vatnsins. Þessar ár verða miklu hlýrri á sumrin en venjulegar lindár. Kaldavermslið, sem streymir fram í botni Þingvallavatns og Mývatns, hefur langa viðdvöl í þessum stóru stöðuvötnum og nægan tíma til að hitna af sólargeislunum, áður en það lendir í ánum. Aftur á móti kólnar það ekki að sama skapi á veturna og það hitnar á sumrin. Því veldur sá eiginleiki vatns, að það er þyngst í sér 4° heitt og léttist, er það kólnar frá því rnarki niður í 0°. Yfirborð stöðuvatnanna getur kólnað niður að frostmarki og lagt íshellu, rneðan heitara vatn (allt upp í 4°) geymist dýpra niðri og blandast ekki 0° heita vatninu uppi við íshelluna vegna þess, að það er þyngra í sér. í upptökum ánna verður vatnið því heitara en 0°, og þær leggur ekki næst þeirn fremur en aðrar lindár og tor-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.