Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 13
Lilla-Laxá i Hrunamannahrcppi. Dragá, scm brýtur bakka sina og rcnnur um stórar cyrar. (Tcikning: Guðm. Kjartansson.) II. Jökulvötn Helztu einkenni jökulvatna eru alkunn, en skulu nú samt ryfjuð upp til samanburðar við lindár og dragár. Fullkomnar jökulár — þ. e. ár, sem koma undan jöklum eingöngu — eru yfirleitt margfalt vatnsmeiri á sumrin en á veturna. Mestar verða þær í lilýjum sum- arrigningum, því að í slíku veðri leysir jöklana örast og auk þess bætist regnvatnið við leysingarvatnið. En þær vaxa einnig í lilýind- um og sólbráð, þó að þurrt sé veður. A sumrin, þegar rigningar trufla ekki, verða reglulegar dægrasveiflur á vatnsmagni þeirra. Næst upptökum munu þær yfirleitt verða vatnsmestar nálægt nóni eða litlu fyrr (um kl. 2—3), en minnstar á morgnana nokkru eftir sólarupprás. Niður með ánni seinkar þessum sveiflum og því meir sem fjær kemur upptökunum. Til dæmis ná geta þess, að í surnar- hitum og úrkomulausu verður liæst í Þjórsá kl. 4 síðd. hjá Kaldár- holti í Holtum. Þaðan eru um 150 km. eftir ánni inn til jökla. Vöxt- urinn hlýtur að stafa frá sólbráð dagsins áður og er því nærri heilan sólarln ing að berast þessa leið. Meðalhraði hans er h. u. 1). 6,5 km. á klst. í öðrum ám, sem ég hef athugað (t. d. Hvítá í Árn. og Skaftá) er hraðinn nokkru minni.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.