Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 30
140
NÁTTÚRUFRÆÐINGÚRINN
Þá er enn eitt, að refurinn, sem legið hafði einhvern hluta dagsins
í skjóli við hraunhól skammt frá síðasta þekkta greninu, er Jiann kom
á, hefur ef til vill gjört það af varasemi, því þar var engum manni
leið að nálgast hann, svo hann yrði ekki var við. En svo hefir máske
Iíka komið hrollur í hann, þótt Iiann bæri með sér hinn bezta hvílu-
poka sem völ er á, og jafnframt þann mýksta kodda, sem fáanlegur
er, en það er skottið, því að hann stóðst ekki þá freistingu, að vitja
heimkynna sinna, hins hlýja og örugga staðar í yðrum jarðar, og
jafnframt var hann þar óttalaus tim að nokkur hætta væri nálæg.
F.n engum er það fært að setja upp slík dæmi og reikna þau rétt,
nema refunum einum.
Þriðja sagan um refinn, er gaggaði hæst, gefur til kynna, hve tófur
eru oft gjarnar á að vera á ferli aftur og fram um sömu slóðir á þess-
um tíma árs, jafnt á degi 'sem nóttu, þótt eðli þeirra sé að halda að
mestu kyrru fyrir á daginn, en vera á ferð á nóttunni.
Frá marz og fram í maí munu flestir fjallarefir vera mjög grannir.
enda bera þeir sig j)á einna mest um í leit eftir einhverju æti. I
björtu og hlýju veðri á útmánuðum eru þær oft á stjái aftitr á bak
og áfrarn og nema staðar á auðum holtum og börðum eða móarind-
um, sé auðna svo mikil. Oft hefi ég fylgt þeim eftir á slíku lerða-
Iagi og séð nákvæmlega. hvernig þær snúast og snuðra máske tals-
vert lengi á litlu svæði, alveg eins og þær væru að bíta gras, og stund-
um hefi ég náð þeim, en verið litlu nær um Jretta háttalag, því að í
rnaga þeirra hefi ég ekkert fundið úr jurtaríkinu, nema Jrá örsjaldan
einiber og eitt og eitt grasstrá, og aðeins hefir komið fyrir, að þar
hafa líka verið krækiber, en hve sjaldan ég hefi fundið þau mun
aðallega vera af þeirri ástæðu, að í því umhverfi, sem ég hefi náð
Jreim, hafa lítil eða engin krækiber vaxið. Komið hefir fyrir, að ég
hefi lundið annað stórum merkilegra í maga þeirra. Það var sérstak-
lega í tveimur refum, er ég náði um sumarmál mjög grönnum og
sýnilega gömlum. I maga þeirra voru tómir ormar og ekkert annað.
í bæði skiptin var sólskin og þýðvindi, og skríða þó ormar oft á fönn-
um og svellum milli auðra bletta. í maga annars refsins voru nokkrir
gras- og ánamaðkar, en í hinum þar að auki einir fimm eða sex
grænir og hnellnir tólffótungar.
í þýðvindi á veturna, og sérstaklega þegar kemur fram á útmán-
uði, er mjög áberandi, hve tófur virðast Jrá eiga hægt með að finna
ýmislegt, jafnvel gegnum allt að meterþykkan snjó, eins og t. d. egg
og maðksmogna fugíaræfla frá sumrinu. Er það vafah'tið, að bleyt-
an í snjónum, ásamt uppgufun og raka í lofti, flytur þeirn boðin um
t