Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 3
Náffúrufræðingurinn Ritstjóri: Dr. Sveinn Þórðarson 15. ÁRG. 3. HEFTI EFNI: íslenzkar vatnsfallategundir .... 113 Guðmundur Kjartansson: Wilhelm Conrad Röntgen 127 / Um lifnaðarhætti ístenzka fjalla Islenzkar rcfsins 136 vatnsfallategundir J Lítil vatnsföll köllum vér lccki, þau, sem stærri eru, ár, og stórar ár eru stundum nefndar fljót. Þetta er rótgróin málvenja bæði í ís- lenzku og öðrum skyldum tungumálum, og er óþarft að amast við henni. En jafnstór vatnsföll geta verið gerólík bæði í sjón og raun, svo ólík, að þau verður að telja hvert til sinnar tegundar. Sumar ár hér á landi eru tærar, aðrar gruggugar. Sumar eru nokkurn veginn jafnar að vatnsmagni, hverju sem viðrar, aðrar margfaldast í vatna- vöxtum. Sumar leggtir aldrei á veturna, aðrar í fyrstu frostum. Margs fleira, sem einkennir ýmsar vatnsfallategundir, verður síðar getið og bent á orsakir einkennanna, eftir því sem þekking mín leyfir og ég tel leggjandi á þolinmæði góðfúss lesanda. Frá fornu fari hafa ár hér á landi verið flokkaðar í tvennt: berg- vötn eða bergvátnsár og jökulvötn eða jökulár. Þetta er flokkun eftir uppruna og eðli, en án tillits til stærðar. Bergvötnunum er lialdið við af uppsprettum úr jarðvatninu, en flest þeirra vaxa stundum að miklum mun af aðrennsli ofanjarðar í rigningum og leysingum. Þau eru allajafna tær nema í vatnavöxtum. Jökulvötnin koma aftur á móti upp undan jöklum og er a. m. k. að einhverju leyti haldið við af leysingarvatni þeirra, en það er mjög mismikið og fer einkum eftir lofthita. Þau eru jafnan gruggug af bergsvarfi úr undirlagi jöklanna. Vitanlega eru fjölmargar ár hér á landi blandaðar bæði bergvatni og jökulvatni. Slíkar ár er venja að kalla jökulár, jafnvel þótt jökulvatnið sé aðeins lítið brot af öllu vatnsmagninu, enda nægir það til þess, að áin fái hinn alkunna skolgráa lit, sem er hið fljótséðasta einkenni jökulvatnanna. En ef miða skal við upprunann (þ. e. upptök árinnar), þá er einsætt, að slíkt vatnsfall er skyldara bergvatnsá en á með eintómu jökulvatni. Af þessum ástæðum lenda ár með mjög útþynntu jökulvatni í flokki með bergvatnsám sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.