Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 12
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kjarna heliumatómunnar, sem gera verður ráð fyrir að sé gerður úr tveimur neutrónum og tveimur pró- tónum (13. mynd), og efnismagn prótónanna og neu- trónanna aðgreindra borið saman við það sem það er, þegar það er saman komið í kjarna helíumatómunn- ar, þá fæst: 2 neutrónur J n = 2 • 1.0090 2 prótrónur ] H = 2 • 1.0081 Samanlagt 4.0342 Helíumatóma \ He 4.0039 Mismunur 0.0303 Þessu efnislivarfi, sem orðið hefir við samruna neutrónanna og prótónanna, tilsvarar orka, sem nemur 28 milljón elektrónu voltum og þarf því þetta mikla orku til þess að sundra heliumkjarna á ofan- greindan hátt. Ekki vita rnenn enn sem komið er neitt um það, hvers vegna neutrónur og prótónur dragast hvor að annarri innan kjarn- anna, en að þær geri það virðist vera ótvírætt. Það þarf ekki að valda neinum misskilningi, þó að samkynja rafmagnaðar agnir ekki hrindi livor annarri frá sér innan atómakjarnanna, eins og kennt er í eðlis- fræðinni um samkynja rafmagn (Coulombslögmál), þau lögmál, sem þar eru kunn, hafa sitt gildi, ef um miklar fjarlægðir er að ræða á milli rafmagnshleðslanna, en fyrir svo smáar hleðslur og innan svo þröngra viðja sem þeirra, er hér um ræðir, gilda þau ekki. — Allsnemma á þeim árum er hugmyndir manna um kjarnbreyting- ar og ummyndanir voru að mótast, setti rússneski eðlisfræðingurinn Gamow fram kenningu um gerð kjarnans og er hún enn mjög við lýði. Er kenningin fólgin í því, að gert er ráð fyrir, að utan kjarnans séu hin hefðbundnu lögmál um hegðun rafmagns í fullu gildi, þann- ig að samkynja rafmagn hryndist frá hvoru öðru og að fráhryndingin aukizt eftir því sem skemmra verður á milli hleðslanna (Coulombs lögmál). Hins vegar er gert ráð fyrir að á milli frumagna kjarnanna ríki sterkt aðdráttarafl. Þessu verður bezt lýst með línuriti, sem dreg- ið er fyrir sambandinu á milli kraftverkunar þeirrar, sem alfaögn verður fyrir í mismunandi fjarlægðum frá atómukjarna (14. mynd). Af línuritinu sést, að eftir að komið er mjög nærri kjarnanum víkur línuritið frá því, sem það ætti að vera skv. Coulombslögmáli og fell- ur svo til beint niður og er það í samræmi við að þar ríkir sterkt að- dráttarafl á milli frumagnanna. Af línuritinu má reikna þá flugorku, sem alfaögnin þyrfti að hafa upphaflega til þess að komast í ákveðna nánd við kjarnann og er það sýnt á línuritinu (b). Hæð línuritsins sýnir hve mikla orku þurfi til 13. mynd. Heliumkjarni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.