Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 24
70
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hlaði í Hanford í Washington-fylki, eyðast ekki nema fáein grömm
af U-238 og U-2‘55 á sólarhring. Síðan verður að vinna þessi fáu
grömm plutóníums úr um það bil 1000 tonnum af úraníumi. Af
þessum tölum er auðsætt að eins og sakir standa muni orkuvinnsla
úr hlöðum, senr þeim, sem hér hefir verið sagt frá, ekki geta keppt
við kol eða annað eldsneyti til orkuvinnslu.
VII. Niðurlagsorð.
Skömmu eftir að kunngt var orðið um liina örlagaríku uppgötvun
Þjóðverjanna Hahn og Strassmann seint á árinu 1938, lagiðst hjúpur
leyndarinnar yfir allar atómrannsóknir stórþjóðanna, en þær einar
munu liafa haft fjárhagslegt bolmagn til þess að stunda þær í stórum
stíl (Bandaríkin ein kostuðu til rannsókna og framkvæmda vegna
atómsprengjanna 2000 milljónum dollara). Var jrað livort tveggja í
senn, hið viðsjála ástand í heiminum og hinir geigvænlegu mögu-
leikar, sem menn töldu sig grilla í, sem gerðti það að verkum, að í
stað samstarfs og samhjálpar á þessu sviði vísindanna hófst harðsnú-
in keppni, sem ekkert var til sparað að vinna. Árangur þeirra átaka
var atómsprengjan í þeirri mynd, sem hún birtist í viðureign Banda-
ríkjamanna við Japani, þó má telja víst, að mörgu sé enn haldið
leyndu og kapphlaupinu er enn haldið áfram. í undirbúningi eru í
sumar stórfelldar tilraunir með atómsprengjur á Kyrrahafi, bæði á
sjó og landi. Öllum eðlisfræðingum ber þó sarnan um að til lang-
frama geti hvorki atómsprengjur né annað á því sviði verið einka-
leyndarmál einstakra þjóða og ekki að vita hvenær ein þjóðin fari
fram úr annarri í þeim efnum, auk þess, sem ætla má að þekking
rnanna í dag sé næsta frumstæð miðað við Jiað, sem síðar verður. Eru
því háværar raddir uppi um það, að setja beri allar slíkar rannsóknir
undir strangt eftirlit og taka beri upp hið fyrra samstarf visinda-
manna og verkfræðinga um allan heim, er það trú margra, að með
því móti verði friðurinn í heiminum bezt tryggður. Einnig hefir sú
skoðun gert vart við sig, að atómsprengjur, sem slíkar, séu svo ægileg
vopn, að þjóðirnar muni ekki áræða að nota þær til hernaðar, en þar
má benda á, að það sama áleit Alfred Nobel, er hann fann upp dyna-
mítið, en reyndist ekki sannspár eins og raun ber vitni.
Margir vísindamenn telja að megináherzluna beri að leggja á hag-
nýtingu kjarnorkunnar til friðsamlegra starfa, en lausn þess vanda
virðist enn eiga langt í land á samsvarandi hátt og langur tími leið
frá því að maðurinn lærði að kveikja eld og þar til honum lærðist að