Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 16
62
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINM
vera til orðin á þann hátt, að nentróna í kjarnanum rofnar og elek-
tróna þeytist út úr kjarnanum, en eftir verður prótónan og eykur
hún lileðslu kjarnans urn eina einingu. Á svipaðan hátt hefði þá rnátt
skýra pósítrónu-útgeislunina, en auðsætt verður, vegna ólíkra þunga
neutrónunnar og prótónunnar, að önnur hvor skýringin getur ekki
staðizt og hallast menn að því nú, að báðar þessar tilgátur séu rangar.
Eru menn helzt á þeirri skoðun nú, að meðalþungi neutrónunn-
ar og prótónunnar innan kjarnanna sé hinn sami og rafmagnshleðsl-
an sé eini munurinn á þeim. Til skýringar á útgeislun elektrónu og
pósítrónu úr geislavirkum kjörnum verður að hugsa sér að hálfrar
milljón elektrónu-volta-orka hafi breytzt í efni. Ef nægilegur orku-
forði sé fyrir hendi í einhverjum kjarna, þá hafi neutrónan þann sér-
stæða hæfileika að geta breytt hálfrar milljón elektrónu-volta-orku-
forða í efnisögn, sem hafi sama efnismagn og elektróna og einnig
frádræga hleðslu, en í þess stað fái neutrónan á sig jafnmikla viðlæga
hleðslu og verði þar með að prótónu. Á samsvarandi hátt geti pró-
tónan verkað þannig, að hún geti breytt orku í pósítrónu en sjálf
orðið að neutrónu við það að la á sig tilsvarandi frádræga hleðslu.
Enda þótt tilgáta þessi virðist að mörgu leyti aðgengileg, eru þó ýms
atriði, sem hún fær ekki skýrt, en ekki skal það frekar rakið hér.
V. Neutrónur og ný frumefni.
Bretinn Chadwick uppgötvaði neutrónuna árið 1932. Þótti þá
þegar sýnt, að hún myndi vera einkar vel fallin til atómukjarna-skot-
hríðar, þar eð hún verður ekki fyrir neinni fráhrindingu af kjarnan;
hálfu. Með uppgötvun foliot-Curie hjónanna árið 1934 á gerfi
geislaverkun ýrnissa frumefna, fékkst aðgangur að geislavirkum
kjörnum, sem senda frá sér neutrónur. Enrico Fermi, sem um þær
mundir starfaði við liáskólann í Rómaborg, varð fyrstur til þess að
hagnýta sér hin nýju skeyti, og lét liann neutrónuskothríð dynja á
öllum þeim frumefnum, sem til náðist. Langsamlega mesta athygli
vakti frumefnið úraníum, en það var þyngst allra frmnefna, sem
menn þekktu fram til þess tíma, og hafði því einnig hæsta sætistölu,
92. -
Við neutrónuskothríðina varð úraníumið geislavirkt og sendi
]>að frá sér elektrónur, beta-geisla, en það þýddi, að það hefði um-
breytzt og væri orðið að nýju frumefni með hrerri scctistölu en 92,
en slík frumefni höfðu hvergi þekkzt áður. Næstu limm árin hér á
eftir var þessum tilraunum og rannsóknum haldið áí'ram víða um