Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
83
Ingólfur Davíðsson:
Kynlaus fjölgun
Flestir liafa einhvern tíma sáð fræi og sett niður kartöflur. Fræin
eru til orðin í blómunum við kynæxlun, þ. e. samruna frjós og eggs.
En kartöflur myndast ekki í jurtablómum, heldur neðan jarðar. Þar
eru engin fræ heldur hýði, full af matarforða, til orðin á kynlausan
hátt. — Kynlaus fjölgun er mjög mikið notuð í garðyrkjunni. Við
setjum niður lauka og kartöflur, skiptum rabarbara og ýmsum fjöl-
ærum blómjurtum, tökum græðlinga af fjölda skrautblóma o. s. frv.
Þannig er tryggt að eiginleikar móðurjurtarinnar gangi að erfð-
um, því að laukarnir, kartöflurnar, rótarhnausarnir og græðlingarn-
ir erfa alla eiginleika móðurinnar og aðeins hennar; þeir eru bein-
línis ldutar 'af henni. Séu vaxtarkjörin eins, fá afkvæmin sama
blómalit, hæð, vaxtarlag o. s. frv. og móðirin. í jurtum, öldunt upp
af fræi ,er aftur á móti jafnan hætta á nokkrum breytileika; enda
hafa þær jurtir erft. tvo foreldra og getur brugðið til beggja ætta.
Þegar fjölga skal kynblendingum, er kvnlaus fjölgun venjulegast
nauðsynleg, því að þeir bera sjaldan fræ og erfðirnar eru ótryggar
við kynæxlun. Margar skrautúlfabaunir (lúpínur) t. d. æxlast ekki af
f'ræi, þannig að blómalitur sé tryggur. En auðvelt er að skipta þeim
eða taka af þeim græðlinga. Græðlingum má skipta í tvo flokka
mjúka og harða. Mjúkgræðlingar eru teknir af nýjum sprotum. Þeir
þola illa þurrk og eru þess vegna oftast hafðir inni í gróðurhúsum
eða reitum fyrst í stað, unz þeir hafa skotið rótum og eru færir um
að afla sér vatns. Harðir græðlingar eru aftur á móti teknir af eldri
sprotum. Þeir þola betur þurrk en hinir, svo að oft gengur vel að fá
þá til að festa rætur úti. Oft festa græðlingar auðveldast rætur ef
tekinn er hliðarsproti og látið fylgja fjgn af greininni eða stofninum,
sem hún stóð á. Fjölga má mjög mörgum jurtum, trjám og runnum
með græðlingum, þótt ekki sé allur gróður jafn auðgróa. Jafn raki,
góð, unnin mold, skjól og skýli fyrir sterku sólskini, eru nauðsynleg
skilyrði. Nóg loft verður að vera í jarðveginum. Er þá gott að hann
sé sendinn, eða ef hann er heitur, er gott að blanda kókoshnetutrefj-
um eða þvílíku saman við moldina. Ef græðlingar eru settir í jurta-
pott — sumir í rniðju ,en aðrir út við hliðarnar, — þá festa þeir síðar-
nefndu venjulega mun fyrr rætur heldur en þeir í miðjunni. Orsök-
in er sú, að hliðar pottanna eru gisnar og loftræstingin betri þar en