Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 3
Hið íslenzka náttúrufræðifélag og Náttúrufræðingurinn Með stofnun Hins íslenzka náttúrufræðifélags, árið 1889, var haf- izt handa um „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á íslandi“, eins og }rað var orðað í fyrstu lögum félagsins. Að þessu markmiði vann félagið af miklum dugnaði í nær 60 ár, eða nánar til- tekið þangað til árið 1947, að Náttúrugripasafnið, sem þá var orðið allstórt og eigandi að fjölmörgum góðum gripum, var afhent íslen/.ka ríkinu. Þar nreð má segja, að sómasamlega liafi verið lokið aðalverk- efni félagsins, og gat það þá snúið sér að öðrum verkefnum meira en áður. Þó að Hið íslenzka náttúrufræðifélag hefði nú ekki lengur með höndum rekstur Náttúrugripasafnsins, þá setti það enn á stefnuskrá sína ,,að stuðla að vexti og viðgangi Náttúrugripasafnsins", eins og komizt er að orði í núgildandi lögum félagsins. Er gert ráð fyrir all- náinni samvinnu safnsins og félagsins, og eru þessi tengsli veigamikið atriði fyrir starfsemi þá, er félagið hefur nú með höndum. En starf- semi þessi er aðallega þrenns konar: 1) útgáfa náttúrufræðilegra rita, 2) flutningur erinda um náttúrufræðileg efni, og 3) ferðir um landið til náttúruskoðunar. Náttúrufræðifélagið hefur gefið út ársskýrslur, ásamt ýmsum fylgi- ritum, allt frá 1889 og til 1946. Auk þess hefur það gefið út „Acta Naturalia Islandica" 1946, Flóru íslands 1948 og tímaritið Náttúru- fræðinginn frá 1941 til þessa dags. Samkomur til flutnings fyrirlestra um náttúrufræðileg efni hófust 1923, og eru þær nú orðnar fastur liður í starfsemi félagsins. Fræðsluferðir um landið að sumri til hófust 1941, og hafa slíkar ferðir verið farnar á Iiverju sumri síðan. Þessi starfsemi öll miðar að því, sem er höfuðtilgangur Hins íslenzka náttúrufræðifélags og tekið er fram í 2. gr. núgildandi laga þess, „að Náttúrufrceðingurinn, 4. h. 1951 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.