Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 6
NÁTT ÚRUFRÆÐIN GURIN N 148 1. mynd. Við dturannsókn- ir á „Huginn II" sumarið 1948. Átuháfurinn tekinn um borð. — (Ljósm. Jón Jónsson). ingu upp og niður í sjónum, og má ætla, að ljósið verki á þessar lireyfingar. Þannig er að jafnaði meira af átu nærri yfirborði í rökkri eða myrkri, en á daginn færist hún dýpra. IJtbreiðsla liennar er liins vegar eingöngu liáð straumum. Þessar lóðréttu lireyfingar átunnar upp og niður í sjónum gera það að verkum að átumagnið í tæki, sem dregið er iárétt nærri yfirborði, gefur ekki alltaf rétta hugmynd um átumagnið í sjónum. í byrjun rannsókna minna, árið 1947, hafði ég nóg tækifæri til að rannsaka þetta. Ennfremur voru aðrir gallar á átumæli Hardy’s, sem mér þóttu viðsjárverðir, en þeir eru sérfræðilegs eðlis, og skipta ekki máli í þessu sambandi. En þessar athuganir leiddu til þess, að ég áleit sjálf- sagt að fneyta til um rannsóknaraðferð og nota silkiliáfa, sem dregn- ir eru lóðrétt gegnum sjóinn, því með því móti öflum við okkur upplýsinga um átumagnið undir hverri flatareiningu, eins djúpt og við sjáffir kjósum. Við höfum fylgt þeirri reglu hin síðari ár að mæla átumagnið í efstu 50 metrunum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.