Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 18
160
NÁTT Ú RUFRÆÐIN GURINN
landsmiðum, en eftirtektarverður er árangur rannsóknar, sem ég
gerði á síld þeirri er veiddist út af ísafjarðardjúpi. Síld þessi virðist,
eftir upplýsingum, sem frá var greint, hafa gengið vestan úr hafi, og
sennilegt er, að síld sú sem við sáum um sama leyti norður af Kögri,
og eins sú er veiddist austur af Horni, hafi verið hlutar sömu göngu.
Þrennt var athyglisvert við gönguna í ísafjarðardjúp.
1. að ísafjarðardjúp reyndist átulaust að kalla, en þó var talsverð
rauðáta í síldarmögunum. Ég dreg af því þá ályktun, að síldin hafi
verið nýkomin af átusvæði í úthafi, og hafi ekki staldrað við í djúp-
inu vegna átuleysis.
2. Að í öðru sýnishorninu sem ég fékk til rannsóknar var sunn-
lenzki vorgotssíldarárgangurinn frá 1945 ríkjandi (21,0%) og Hval-
fjarðarárgangurinn frá 1944 nokkuð sterkur (7,9%) og
.3. þessir árgangar voru blandaðir sömu árgöngum og norðurlands-
veiðin hefur byggzt á undanfarin ár, eftir því sem ég bezt get greint
(árgöngum 1937, 19.35, 19.34 og 19.33).
Ég vil ekki að svo stöddu draga víðtækari ályktanir af þessnm
rannsóknnm en þær, að elclri hluti islenzka stofnsins er að byrja að
blandast norðurlandsstofninum og cetti hans að verða vart þar í vax-
andi mœli d nœstu drum. Vonandi myndar hann grundvöll að vax-
andi veiði á þeim slóðum.
Stðari athuganir sumarið 1951
Mánuði síðar (18. júlí — 7. ágúst) en þær ýtarlegu athuganir voru
gerðar, sem frá hefur verið skýrt, er ástandið allólíkt, og yfirleitt
miklu minna um átusvæði. Mestrar átu varð vart í námunda við ís-
röndina norður af Horni og í Grindavíkursjó. Stærsta átusvæðið,
þótt magnið væri ekki eins mikið, lá djúpt undan Norðurlandi (sjá
9. mynd).
Frá dagblöðunum mætti nefna nokkrar fyrirsagnir til að sýna,
hvar síldin stóð á þessu tímabili.
17/7 Margar síldartorfur sáust vaða á austursvæðinu.
18/7 Góð síldveiði í fyrrinótt. Segir frá Raufarhöfn, að síld sé mikil úti fyrir og hafi
heldur færzt austur. Skijr, sem voru djúpt af Grímsey, fengu yfirleitt talsverðan afla í
fyrrinótt.
19/7 Þrær Raufarhafnarverksmiðjunnar fylltust í gær.
20/7 f gærkveldi kom talsverð síld upp á austursvæðinu.
20/7 Vestur við Jökuldjúp hefur síðustu daga verið svo mikill afli hjá reknetabátum.