Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 21
ÁTAN OG SÍLDIN
16S
einn bezta afladag sumarsins. Veiddust í þeirri aflahrotu um 40 þús-
und mál.
Nokkur ályktarorð
Ljóst virðist af athugunum þeim, sem frá hefur verið skýrt, að
undanfarandi síldarleysissumur liafa átuskilyrði stundum verið á-
kjósanleg (t. d. sumarið 1948, fyrri athugun 1949, fyrsta athugun
1951), en aðrar athuganir sýna yfirleitt rýr átuskilyrði á norðurlands-
miðunum. Eftirtektarvert er annars vegar, að átan er yfirleitt mest á
Húnaflóasvæðinn fyrri hluta síldveiðitímans, og hins vegar, að átu-
lítið hefur verið síðari hluta sumars á öllum norðurlandsmiðunum,
nema á vissum svæðum djúpt í hafi. Reyndist þetta sérlega einkenn-
andi fyrir sumarið 1951, bæði vestan og norðanlands. Þessu til skýr-
ingar skal ég tilfæra eitt „snið“ af mörgum, sem sýna þetta ástand.
Það er byggt á athugunum vestan Garðskaga í júnílok (sjá 11. mynd).
Sniðið sýnir hita og seltuskilyrði á ýmsu dýpi, en fyrir ofan eru átu-
mælingar tilfærðar. Átunni hef ég skipt í strandátu (lárétt strik),
blandað svif (skástrikað) og rauðátusvif (svartar súlur). Sést á mynd-
inni að rauðátnsvifið er einungis yfir ytri hluta og halla landgrunns-
ins, en nær landi er fyrst blandað svif, og síðan strandáta, sem síldin
leitar miklu síður í. Átan virðist lialda sig mest í námunda við Iialla
landgrunnsins, jrar sem straumurinn er sterkastur. Ýtarlegri athug-
anir þyrfti að gera á árlegum sveiflum, sem á þessu kunna að vera.
Á síldarleysisárum má búast við miklu minna samræmi milli síld-
ar og átusvæða heldur en á síldarárum. Ef lítið síldarmagn er á stóru
svæði, má ætla, að sum átusvæðin verði alveg útundan, og dragi ekki
að sér neina síld. Hefur þessa og orðið vart á undanförnum árum.
Verður býsna fróðlegt að rannsaka þetta samræmi í góðu síldarári.
Niðurlagsorð
Nauðsyn ber til að rekja sambandið milli átusvæðanna og strauma
eða liita. Það viðfangsefni verður jjó ekki tekið til meðferðar að
jDessu sinni, þar eð ekki hefur unnizt tími til nógu ýtarlegra rann-
sókna á samsetningu svifsins. Er öllum sem lil þekkja, ljós sú nauð-
syn að bæta við einum sérfræðingi, sem tæki það viðfangsefni til
rækilegrar rannsóknar, og standa vonir til að svo rnegi verða,