Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 24
Sigurður Pétursson:
Um vítamín
Það má segja um vítamínin, að þau séu á livers manns vörum, og
það í tvennum skilningi. Ai; þeim er alltaf meira eða minna í fæð-
unni, sem við neytum, og þannig hefur það verið frá alda öðli. En nú
er það orðið svo, að næstum því hver maður tekur sér líka í munn
heitið vítamín, fjörefni, bætiefni, eða Iivað það nú er kallað. Það er
rætt um vítamínin fram og aftur, menn láta í ljós á'hyggjur sínar út
af skorti á þeim, og menn spyrja um nragn þeirra í matvælunum, sem
þeir kaupa.
En livað er þá þetta, sem við köllum vítamín? í stuttu máli sagt:
Vítamín eru lífræn efni, sem koma fyrir í náttúrlegum fæðutegund-
um í örsmáum skömmtum og hafa mjög öflugar verkanir á neytand-
ann. Dýr, og þar með taldir menn, þurfa að fá þau í fæðunni eða
önnur efni í þeirra stað, sem líkaminn getur breytt í vítamín. Víta-
mínin eru nauðsynleg fyrir eðlileg efnaskipti í líkamanum, á sama
hátt og hormónin, og ásamt þeim nátengd gerhvötunum og starfsemi
þeirra.
En hvað er þá hormón og hvað er gerhvati? Bezt er að útlista fyrst,
hvað er gerhvati.
Þegar gerður er ostur, þá er mjólkin hleypt, eins og það er kallað.
Er hleypingin fólgin í því, að í mjólkina, ca. 30 stiga heita, er settur
ostahleypir, nálægt 20 gr. í 100 lítra af mjólk, og hleypur þá mjólkin
í þéttan kögg á hálfri klukkustund. Þessi mikla breyting á mjólkinni
orsakast af sérstökum gerhvata, sem er í ostahleypinum. Myndast
gerhvatinn í kirtlum í magavegg mjólkurneytandi ungviða, t. d. ung-
kálfa, og er ostaldeypirinn þaðan fenginn.
Annað dæini: Þegar gerjað er öl eða vín, er ofurlítið af geri sett í
sykurlög og leginum síðan haldið hæfilega volgum í nokkra daga.
Breytist þá sykurinn í vínanda, og orsakast sú efnabreyting af ger-
hvata, sem gerfrumurnar í sykurleginum mynda.
Og enn eitt dæmi, sem m. a. snertir líkama okkar sjálfra: Súrefnið,