Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 27
UM VÍTAMIN l(i<J Fyrstu sögurnar, seni lóru af eimun þeim, sem síðar voru nefnd B-vítamín, og þá um leið af vítamínum yfirleitt, gerðust í fangelsum austur á Java á árunum 1895—1896. Hollendingurinn Eijkntann benti á það, að af 150.266 föngum, sem fengu hýðislaus hrísgrjón, höfðu 4.201, eða 2,8 af hundraði, veikzt af beri-beri, en af 96.530 föngum ,sem fengu hrísgrjón með hýði og öllu saman, veiktust aðeins 9, eða tæplega 1 af tíu þúsund. Eijkmann hélt því fyrst fram, að sjúk- dómurinn væri eins konar eitrun í líkmanum, sem stafaði af hinu hlutfallslega mikla mjölvainnihaldi afhýddu hrísgrjónanna, en í hýðinu mundi vera eínþ sem kæmi í veg l'yrir þessa eitrun. Nokkru síðar, eða um 1901, benti Hollendingurinn Grijns á það fyrstur manna, að í hrísgrjónahýðinu væri sérstakt efni, ómissandi fyrir starfsemi taugafrumanna. Ef þetta efni vantaði í fæðuna, kæmu fram þær lamanir á taugakerfinu, sem nefndar eru beri-beri. Þetta efni er nú orðið mjög vel þekkt og fæst í hverri lyfjabúð. Það var sett saman á efnafræðilegan hátt af Ameríkumanninum Williams árið 1936. Nefnist það ýmist vítamín B1( thiamin eða aneurin. Það kom fljótlega í ljós, að B-vítamínin voru fleiri en eitt og fleiri en tvö. Fyrst reyndist mögulegt að greina í sundur tvenns konar B- vítamín. Annað Jæssara efna þoldi illa hita, og var það nefnt B,. Hefur það reynzt vera eitt ákveðið efni, nefnilega thiamin. Hitt efn- ið eða efnin reyndist þola betur hita, og var Jjað til að byrja með nefnt B2 eða B-„complex“. Seinna kom í ljós, að hér var um mörg B-vítamín að ræða, og eru alltaf að finnast ný og ný afbrigði þessara efna. Að minnsta kosti 7 B-vítamín eru nú nákvæmlega efnagreind og hafa verið sett saman eftir efnafræðilegum aðferðum. Eru það tliia- min, riboflavin, nicotinsýra, pantothensýra, pyridoxal, biotin og l’ólinsýra. Þrjú efni til viðbótar, sem hafa Jtekkta samsetningu, eru oft talin til B-vítamína, eru Jrað inositol, para-amínobenzoesýra og cholin. Ennfremur eru nokkur efni, sem teljast til B-vítamína; en hafa ennþá lítt þekkta efnasamsetningu. Þessi efni eru: vítamín B12, strepogenin, vítamín B1;. og vítamín B14. Auk Jjeirra 14 B-vítamína, sem hér hafa verið nefnd, telja margir sig liafa orðið vara við ýmis vaxtarefni, „growth factors“, sem eftir nánari rannsóknir er senni- legt að verði tæk í hóp B-vítamínanna. B-vítamínin hai'a nokkura sérstöðu meðal vítamínanna. Er lnin sú, að svo N'irðist sem B-vítamínin séu l'yrir hendi í öllum lifandi frumum, en Jjó í mismunandi stórum stíl. Um hin vítamínin, A, D,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.