Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 44
180 NÁTTl'lRU F RÆ ÐINGURINN átt að renna úr því vatnsinagn af stærðargráðunni teningskílómetri (reikn. með 50 millj. nú geymisrýrnun vegna strandaðra ísjaka). Tvo næstu sólarhringa, 20. og 21. okt.. lakkaði aðeins um li/: m í Grænalóni á sólarhring. Jökulþröskuldurinn við suðaustur hornið var með sömu ummerkjum og 2. sept. og því ekki sýnilegt að hann hafi lyfzt, sigið eða raskazt á annan liátt, nema næst lóninu, þar hafði jökulslálið fallið niður í skeifumyndaðan krika. Austan við Eggja, spölkorn fyrir neðan Grænalón, var annað lón. vatnsyfirborð þess í sömu hæð og Grænalóns (21. okt.). Undan lágum jökulveggn- um að norðan kom vatn (úr Grænalóni) í hæguin straumi, en nálægt suðurendanum var 1).Ið mjótt og hálf stíflað af stórum jakaborgum. Þar byltist vatnsflaumurinn fram í boðaföllum og hvarf undir jökulinn. Þarna hafði vatnið staðið 10—15 m hærra fyrr í hlaupinu og flætt upp á jökuljaðarinn og niður með Súlutindum. Þann 22. okt. héll ég brott frá Grænalóni og Súlu. Þá var lilaupið ekki fyllilcga geng- ið uni garð. Sigurjón Rist. Nýfundnir fiskar við ísland Steindór Árnason, skipstjóri á b/v „Egill rauði", afhenti mér síðla sumars nokkra sjaldgæfa fiska. og mcð þeim stutta greinargerð unt fund þeirra. Mun ýtarlegar verða skýrt frá sumum þeirra. Þá hefur og hr. Lýður Brynjólfsson, kcnnari í Vcstmannaeyj- um, sent sitthvað fágætra sækvikinda, þar á rriéðal fiska, og mun þeirra síðar gctið. Upplýsingar Steindórs Árnasonar eru hinar fróðlegustu, og væri óskandi, að skip- stjórar gæfu nánar gætur að þcim sjaldgæfu fiskum, sem í botnvörpuna slæðast. einkum á djúpmiðum. Til fróðleiks vil ég lilfæra meginatriðin úr greinargerð Steindórs. Hann ritar: „Síðastliðna ntánuði höfum við vcrið að fiska á Rósagarðinum og á Þórsmjði. Á því fyrrnefnda hefur yfirborðsstraumurinn nær eingiingu verið „bláelfan". Átulítið virðist hafa verið í þeim straum, nema nokkra daga, að rauðlitaðir flekkir hafa sézt á víð og dreif. Þessir flekkir hafa verið þunnir. Átutegund jiessi hreyfði sig ekki ósvipað og þegar stygg s/ld fcr niður með sporðaköstum. Síðustu dagana hefur verið mikið um dökkan, rauðlitaðan sjó í kantiniim á Beru- fjarðarál og austur á Fót og jiaðan suður á Þórsmið. Við fengtim bæði þorsk og sfld í trollið á Fætinum og Þórsmiðinu síðastl. fimmtudag, hvort tveggja alveg úttroðin af síldarátu.. Við hirtum ekki laxsíldar, en talsvert var af |reim á djúpmiðitnum. Þeir fáu þorskar, scm þarna fengust, voru yfirleitt fullir af kolmunna. Einnig virðist hann ekkert hafa á móti þvf að éta bláriddara, sem þarna var talsvert af. Eina vogmær fengum við þarna. Einnig lítinn, sfvalan fisk með kjaft, sem líkist fuglsnefi. líann var mikið skaddaður. Karfinn fer yfirleitt mjög illa með alla aðra fiska, sem slæðast í trollið." Greinargcrð jiessi er dagsett 29. júlí 1951. Fer hér á cftir skrá Steindórs yfir sjaldgæfa fiska. sem hann hafði orðið var við: 1. Slóansgelgjur (Chauliodus sloanei Schn.). Fiskaðar í botnvörpu b/v Egils rauða 0. júlí 1951 á 270 faðma dýpi. 90 sjóm. SA 1/, S frá Stokksnesi. Þann dag var mikið um iv&r tegundir laxsíldar. (Slóansgelgju er aðeins einu sinni áður getið hér við land áður. Rak hana við Hornafjarðarós f febrúar 1916). 2. Flatnefur (Centrophoi us calceus). Fiskaður ( botnvðrpu b/v F.gils raúða 5. júlf 19.51 á 27.5 faðma dýpi. SAtS 1/, S frá Stokksnesi, ca. 8.5 sjóm. Lengd 106 ctn. Hængur.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.