Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 27
ÍSLENZKIR FUGLAR III. 135 við vötn, tjarnir og síki, og jalnvel við lygnar ár, á láglendi og í dölum. Algengust mun hún vera neðan við 100 m hæðarlínuna. Hærra yfir sjó er hún sjaldgæfari, og hér mun hún hvergi verpa hærra eða eins hátt yfir sjó og við Mývatn (277 m). Mývatn hefur hér eins og á svo mörgum öðrurn sviðum algerða sérstöðu, því að hvergi hér á landi er seföndin eins algeng og þar. Er óhætt að fullyrða, að sefandapörin við Mývatn skipti hundruðum. Yfirleitt má segja, að seföndin haldi sig aðeins á vötnum og tjörnum með miklum gróðri og auðugu dýralífi, og þar sem slík skilyrði eru ekki fyrir hendi finnst hún því ekki. Þetta skýrir að nokkru leyti hina einkennilegu útbreiðslu hennar hér á landi. Hreiðurgerð sefandarinnar og val hreiðurstaðar er hvort tveggja með nokkuð óvenju- legum hætti. Hún er senr sé eina tegundin hér á landi, sem býr sér til svonefnd flot- hreiður. Það er fljótandi dyngja úr rotnandi vatnajurtum, sem oftast er komið fyrir í þéttum vatnagróðursbreiðum. Oft er hreiðrinu t. d. valinn staður í þéttum og þroskamiklum gróðri mynduðum af ljósastör, fergin, votasefi, vatnamara eða hor- blöðku. Er þá undirlagi dyngjunnar lauslega fest við gróðurinn í kring, svo að hún berist ekki til, en geti þó lyfzt eða sigið með hækkandi eða lækkandi vatnsborði eða ólgu af völdum stormkviku í vatninu. Við Mývatn er dyngjunni lxka oft komið fyrir á trjágreinum birkis eða gulvíðis, er slúta út frá lrakka niður i vatnið. Alloft er dyngjan líka byggð upp frá botni á grunnu vatni, og stundum finnast sefandarhreiður á mikið til þurrum vatnsbökkum eða í sandi eða möl í fjöru vatna, en líklegt er, að slík hreiður hafi upphaflega verið gerð, er vatnsstaðan var mun hærri. Seföndin virðist vera fremur félagslyndur fugl, og er algengt, að mörg pör verpi við sama vatn. Við Mývatn er þó algengast, að eitt par verpi út af fyrir sig við hvern vog eða vík, en sums staðar verpa þó allmörg pör saman í byggðum, einkum í þéttum ljósastararspildum. Eggin eru 4—5, stundum líka 3 eða 6. Nýorpin eru þau ljósbláleit eða blágrænleit með mjólkurhvítu mjúku og ójöfnu kalklagi yzt, en oft sést þó í blá- leita grunnlitinn í gegnum eyður í kalklaginu. En bleytan í hreiðrinu og hinar rotn- andi jurtaleifar lita eggin, svo að þau verða gulleit og að lokum oft dökkbrún. Hér á landi er varptíminn í júní, þegar vel árar fyrri hluta þess mánaðar. En óunguð egg finnast þó oft fram eftir öllu sumri, og mun það aðallega stafa af því, að oft misferst talsvert af hreiðrum og eggjum af völdum storma og breytinga á vatnsborði. Útungun- artíminn er talin vera 22—25 dagar, og talið er, að um mánuður líði frá því ungarnir koma úr egginu, unz þeir verða fleygir. Báðir foreldrarnir taka þátt í útunguninni og hjálpast að við að annast ungana og mata þá. Meðan ungarnir eru litlir synda foreldr- arnir venjulega með þá á bakinu. Hér á landi er seföndin að inestu leyti farfugl. Á vorin kemur hún í apríl, oft í kringum miðjan apríl, en á haustin fer hún seint í september og í október. Á Mývatni fer henni að fækka í septemberlok, en til fulls fer hún ekki, fyrr en vatnið fer að leggja fyrir alvöru. Við Norðurland (Húsavík) verður hennar vart á sjó út október og jafnvel fram i byrjun nóvember, og við Suðvesturland er svolítill slæðingur af sefönd allan veturinn. Um vetrarheimkynni íslenzku sefandarinnar er að öðru leyti ekki vitað, því að enn sem komið er hefur aðeins einn merktur fugl náðst erlendis (í Færeyjum). SUMMARY Icelandic Birds III. The Slavonian Grebe (Podiceps auritus (L.)) In some parts of Iceland tlie Slavonian grebe can be said to be a fairly common breeding bird whilst in other parts of the country it is completely lacking. Thus it is

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.