Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 10
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Er slíkt sízt að lasta, og þótt ég sé nú, eftir rannsóknir síðustu sumra, orðinn í flestu annarrar skoðunar en Trausti um Hverfjall, breytir það ekki þeirri skoðun minni, að þetta sé næsta merkileg ritgerð, einmitt vegna áðurnefndra einkenna. í þessari ritgerð setur Trausti m. a. fram þá skoðun, að jökull síðustu ísaldar hafi gengið yfir Hverfjall, og sé fjallið því miklu eldra en hingað til hefur verið talið, að öllum líkindum frá síðasta hlýviðrisskeiðinu (Riss-Wuim). Rökin fyrir þessari skoðun eru þau, að það sé nákvæmlega sama efni, sand- ur, möl og stórgrýti úr basalti, sem þeki Hverfjall og hæðadrögin austur af fjallinu, sem að skoðun Trausta eru bersýnilega uppblásn- ir ísaldarmelar. Trausti skrifar: „Á hæðadraginu, sem gengur út úr fjallinu til austurs, er stórgrýti á víð og dreif, og þar verður engrar smækkunar á efninu vart, þótt fjær dragi fjallinu. Fjarlægð frá fjall- inu íæður engu um gerð efnisins, eins og gera yrði ráð fyrir, ef það væri sprengiefni úr Hverfjalli, heldur er það eingöngu afstaða til veðurs, sem ræður, hve efnið er gróft. Ég tel augljóst, að jökull hafi gengið yfir Hverfjall og lausi hjúpurinn á íjallinu sé ísaldarruðn- ingur“ (Hverfjall og Hrossaborg, bls. 114—115). Trausti hefur, eins og Thoroddsen, veitt því eftirtekt, að Hverfjall er byggt upp af mó- bergslögum, sem lialla út frá gígskálinni, en segir innan á skálar- veggjunum vera móbergshúð, sem hallist eins og hlíðin. Ekki fann hann nein móbergsbrot í ruðningi þeim, sem þekur fjallið. Sjálft gosið, sem myndaði þetta hverfjall, telur hann hafa verið í höfuð- atriðum sams konar og gos það, sem myndað hefur Hrossaborg, en gang þess goss rekur hann allnákvæmlega í ritgerð sinni, og byggir þar á athugunum sínum á gerð Hrossaborgar. í stuttu máli er skoð- un hans sú, að hér hafi ekki orðið kraftmikið sprengigos, „heldur þvert á móti kraftlítið gos með tiltölulega mjög köldu og þykkfljót- andi hrauni“. Hin hallandi móbergslög eru að skoðun Trausta ekki mynduð af loftbornum gosefnum, heldur „myndaðist kyrrstæður öskugrautur í kverkinni, en gufan skapaði ólgu í honum, og hann vall upp og þandist í kúf annað veifið. En þegar gufa var sloppin út hverju sinni eða í lok gossins, rann askan niður í kverkina aftur, nema yzti jaðar kúfsins, er sat eftir sem liringlaga garður“ (op. cit., bls. 119). Hrossaborg og Hverfjall eru því, samkv. skoðun Trausta, mynduð af eins konar þykkfljótandi móbergsleðju, myndaðri úr mjög þykku hrauni, sem kvarnazt hef'ur í smáagnir, á sama hátt og Trausti telur mikið af öðru móbergi landsins til orðið. í gígveggjum Hrossaborgar telur liann mega sjá merki þess, að grágrýtisbrotstykki,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.