Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 7
HVERFJALL 117 3. mynd. Hverfjall séð af Mývatni. Úr ferðabók Preyers & Zirkels. — Hverfjall seen froni Lahe Mývatn. (Úr l’reyer & Zirkel 1862). 1884, en mun ekki hafa skoðað Hverfjall rækilega fyrr en 12. júlí 1884 (sbr. Andvari 1885, bls. 46—48; Ferðabók I, bls. 287). Thorodd- sen segir fjallið „byggt úr hraunsandi og molurn, með hraunbjörgum stórum hér og hvar ofan á; að innan ganga smágil og rásir niður í botn . . . í giljunum sást hér og hvar, hvert hið innra efni er í fjall- inu; þar kemur fram vikurbreccía með hraunmolum og björgum af harðasta blágrýti; breccían er í lögurn og hallast út á við (35—40°), af því vikurinn hefir lagzt svo við gosin“ (Andvari 1885, bls. 47). í Ferðabók (I, bls. 293—294) kallar Thoroddsen fjallið hringfjall, lík- ast fjöllum tunglsins, og telur, að það sé líklega myndað við eitt stórt sprengigos. Norðmaðurinn A. Helland, sem fór unt Mývatnssvæðið 1881, tel- ur Hverfjall sams konar gíg og gígina í Mikley. (Studier over Islands petrografi, bls. 111). í júlí 1892 ferðaðist Skotinn K. Grossmann um Mývatnssveit, skoðaði þar einkum Hverfjall og skrifaði ritgerð um það í The Glacialists Magazine árið eftir. Hann setur þar m. a. fram þá skýr- ingu á myndun keilunnar í botni gígskálarinnar, að á vetrum leggi fönn innan í gíginn sunnanverðan og nái hún norður um miðjan gígbotninn. Vegna þess að skaflinn viti undan sól þiðni hann seint

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.