Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 11
HVERFjALL 121 sem eru þar mörg innan um móbergið, hafi sigið niður í þykkfljót- andi leðju. Ranann suður úr innri keilunni í Hverfjalli telur Trausti vera verk jökla, en keiluna sjálfa vera annaðhvort myndaða úr malarruðningi í sambandi við bráðnun íssins, eða e. t. v. standa í sambandi við veik lokaumbrot í gígkverkinni. Trausti ræðir einnig í grein sinni líkingu Jrá, sem sé með Hverfjalli og hringfjöllum tunglsins og telur, að sú tegund kraftlítilla eldgosa, sem myndað hafi Hverfjall, sé einmitt sú, sem helzt rnætti búast við á tunglinu. Eigin athuganir ó Hverfjalli Ég vík þá að eigin athugunum á Hverfjalli. Fyrstu kynni mín af því fjalli voru þau, að ég gekk á það að kvöldlagi í fimmtabekkjar- ferð vorið 1931, og var það til að njóta útsýnis yfir Mývatnssveit fremur en til athugunar á fjallinu. Aftur gekk ég á fjallið í fimmta- bekkjarferð vorið 1948. Ég veitti því þá eftirtekt, að í grjótruðn- ingnum, sem þekur fjallið, er nokkuð af dílóttu hraungrýti, og sé ég í dagbók minni, að ég hef talið Jretta benda til, að fjallið væri yngra en eitthvað af dílalnaununum á Mývatnssvæðinu. Síðustu fjögur sumurin hef ég unnið nokkuð að jarðfræðirannsóknum á Mývatns- svæðinu og stuðzt {xí mjög við öskulög við aðgreiningu hinna ýmsu hrauna. Fyrstu sumurin fann ég þó ekkert öskulag á Mývatnssvæð- inu, sem mér fannst nógu Jrykkt eða gróft til að geta örugglega verið úr Hverfjalli. Hins vegar hefur mér alltaf Jrótt mjög ósennilegt, að ísaldarjökull hafi getað gengið yfir Hverfjall, án þess að aflaga það meira en raun ber vitni. Ég hallaðist því helzt að þeirri niðurstöðu, að fjallið væri myndað alveg í ísaldarlokin, áður en jarðvegsmyndun hefði byrjað á Jressum slóðum. Að fjallið væri sprengigígur varð mér þegar ljóst sumarið 1949, er ég gekk á fjallið ásarnt Pálma Hannes- syni og athugaði innri gerð Jress nokkru nánar. Ég bætti síðan um þessar athuganir næstu sumurin og mun nú leitast við að gera grein fyrir athugunum mínum. Skal fyrst vikið nokkuð að lögun og stærð fjallsins. Eins og af meðfylgjandi myndum má sjá, er Hverfjall nær hring- laga, en hringurinn þó aðeins sveigður inn frá SSV, en úr SSA vegg gígsins hefur skriða hlaupið niður og gígurinn því víkkað dálítið í þá átt. Lengsta þvermál hans, frá SSA til NNV er um 1040 m, stytzta þvermál, þvert á jrá stefnu, er 1000 m, en meðaljivermál um 1015 m. Hæstur er SSV barmur gígsins, 452 m y. s., NNA barmurinn er 438 m, en lægstur er NV barmurinn, um 390 m. Þar eð sléttlendið vest-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.