Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 17
HVERFJALL
127
TAFLA I
Table I
I II
SiO, 49.76 49.30
TiO, 1.55 1.10
alo3 14.71 14.98
Fe203 2.16 0.90
FeO 12.10 9.27
MnO 0.22 0.19
MgO 6.43 6.96
CaO 11.03 12.63
Na,() 1.92 2.15
KoO 0.34 0.91
)“2o.. 0.10 0.28
HoO+ 0.26 0.79
H2o : 0.04 0.00
100.62 99.46
I. Vikurmoli úr innri keilu Hverfjalls. II. Laxárhraunið yngra í Laxárgljúfri.
I: Pumice from the inner cone of Hvcrfjall. Analyst. Jóhann Jakobsson.
II: Younger Laxárhraun at Laxárgljúfur. Analyst. Svavar Hermannsson.
þess öll merki að vera myndað við sprengigos, þar sem gosefnið hef-
ur að iangmestu leyti (yfir 90%) verið magma, sem hefur tætzt sund-
ur í vikur, en saman við þetta gosefni hefur blandazt grjót úr þeim
föstu jarðiögum, sem sundrazt hafa við gosið. Líklegast hafa spreng-
ingarnar byrjað á fremur litlu dýpi, og í ofanáliggjandi lögum liefur
verið lítið sem ekkert af móbergi, en aðallega hraunlög, eldri og
yngri, flest að líkindum frá jökultímanum, lík og sjá má í skorning-
um í Laxárdal sunnantil t. d. í Hólkotsgili, en eitt hraunlag a. m. k.
frá því eftir jökultímann. Það hraun hefur runnið úr gígaröð vestán
í hlíðinni suður af Beinahrygg, og gengur inn undir norðurhluta
Hverfjalls. Hugsanlegt er og, að eitthvað hraun úr gígaröðum suð-
austur af Hverfjalli liggi inn undir fjallið.
Eftir að hafa athugað túfflögin í gígveggnum, gróf ég í innri keil-
una og hrygginn suður af henni. Þegar á 20—30 sm dýpi kemur þar
niður á vúlkanskt túff, sem líkist mjög túffinu í gígveggjunum, en
vikurinn í því virðist yfirleitt heldur grófari og meira ber á vikur-
kenndum hraunklessum. Vikur úr keilunni hefur verið efnagreind-
ur af Jóhanni Jakobssyni á Atvinnudeild Háskólans, og er efnasam-
setning lians sýnd í meðfylgjandi töflu. Til samanburðar er sýnd
efnasamsetning Laxárhraunsins yngra, sem runnið hefur úr Lúd-
entsborgum og Þrengslaborgum. Sem sjá má, er efnasamsetningin
næsta lík, kísilmagn næstum nákvæmlega hið sama, en nokkur mun-