Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 12
6
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
Ferð í gegnum makis-kjarrið er ekki eins tilbreytingarlaus og
margir halda. Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. í kjarrinu eru
margir smárunnar, sem íbúar Norður-Evrópu þekkja lítil deili á.
Hér er t. d. músaþyrnir (Ruscus aculeatus), sem er svo undarlega
skapaður, að hann ber smáa stilka í stað blaða, og á miðjum þess-
um stilkum vaxa hvít blóm. Aldinin eru rauð ber og eru til að
sjá eins og blóðdropar á greinunum. Hér vex lyngtréð (Erica ar-
borea) á víð og dreif; það er með ljósfjólubláum, klukkulaga blóm-
um og getur orðið mannhæðarhátt. Framleiða eyjarskeggjar pípur
úr rótum þess. Þá má ekki gleyma maríurósinni (en það nafn hef
ég gefið rósmarin-plöntunni). Hún er runni með mjóum, leður-
kenndum blöðum og hvítum, eða bláleitum blómum. Úr blöðum
og blómgreinum plöntunnar er unnin rósmarínolía, sem notuð er
í ilmvatnsiðnaðinum. Ennfremur vex hér jarðarberjatré (Arbutus
unedo). Líkjast aldini þess venjulegum jarðarberjum og eru þau
notuð við framleiðslu á Iíkjörum. Þá skreytir kjarrið á nokkrum
stöðum trékennd moskusrós með ljósrauðum blómum, og þar sem
rjóður eru, sjást á stöku stað vöxtuleg ólifutré.
Það er fleira en fjölbreyttni og litauðgi blómanna, sem vekur
hér eftirtekt. Söngur og atferli fuglanna fer ekki fram hjá neinum,
sem Itefur opin augu og eyru fyrir dásemdum náttúrunnar. Hér
getur að líta eysöngvara og busksöngvara með sperrt stél. Þeir
skjótast á milli runnanna og senda frá sér stutta og hljómþýða
tóna; má vera, að þeir séu að kynna sig. Stundum bregður fyrir
herfuglahjónum. Fugl þessi er auðþekktur á hinum svart- og hvít-
bekkjóttu vængjum; ég tala nú ekki um, ef hann skvldi þenja út
I jaðrakambinn, sem vex á höfðinu á honum, en það gerir hann,
ef mikið liggur við. Röddin í honum (pú, pú, pú) er hljómmikil
og berst langa vegu. Áður fyrr var herfuglinn algengur umhverfis
bæinn Calvi, en er orðinn þar fáséður nú. Fuglalífið í makis-
kjarrinu er ótrúlega fjölbreytt. Á nokkurra klukkustunda ferða-
lagi getur maður rekizt á fjölda tegunda; ein tekur við af annarri.
Þessa stundina er það hjdlmsöngvarinn með svarta kollinn, hina
stundina trjálævirkinn, sem talinn er einn bezti söngvarinn á
meðal lævirkjanna.
Þegar upp í hálendi eyjarinnar kemur, svona í 500—600 metra
hæð yfir sjó, taka við kastaníuskógar. Þar er heimkynni barkspæt-
unnar og bókfinkunnar. Ofan við 600 m hæðarmörk byrjar furu-