Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 50
44 N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN Lambaklukka vex á grýttu landi langt austan við Núpsstað, nálægt vegi. — Girtur trjáreitur stendur í brekku skammt ofan við bæinn og er þar mjög gróskulegt og blómgresi mikið. Einir hefur, að sögn, breiðzt þar mikið út síðan girt var og virðist liann koma á nýja staði (eða vaxa upp af gömlum rótum). Reyniviðir hafa verið gróð- ursettir fast upp við standberg og eru þeir óvenju fallegir, háir og beinvaxnir. Mun oft vera iieitt undir berginu. — Á grasi grónu þaki bænahússins á Núpsstað vaxa nokkrar vöxtulegar geithvannir og stóðu þær í blóma 8. ágúst, alhvítar til að sjá. Á Eskifirði 21. ágúst. Land er grýtt og sendið við Eskifjörð, allmjög uppblásið og skriðurunnið. Sérlega snoðið er ]rað í grennd kaupstaðarins. Foss- óttir lækir og smáár falla niður hlíðarnar, grafa sér gil og bera fram aur og grjót, einnig í sjálfum kaupstaðnum. Hið grýtta land er víða hvítt af smára og vallhumli, gulflekkótt af skarifífli og gul- möðru og bládílótt af bláklukku. í flögum og á aurum og rökum klettastöllum slær gullsteinbrjóturinn gullnum ljóma á landið. Talsvert ber á móleitum þursaskeggsflesjum. Vaxa vinglar þar inn- anum. Rétt innan og ofan við kirkjugarðinn vaxa stórir og óvenju loðnir undafíflar (Hieracium sp.) í gilbrekku grýttri. Gulllirá á raklendi. í hlíðinni vex mikið af ígulstör, broddstör, hnappstör og slíðrastör. — Sjöstjarna í kjarri. Hjartablaðka hér og hvar innan- um lyng og kjarr — og maríuvöttur. Sjávarfitjungur á leirum í fjöru. Grástör (Carex flacca) í halli spöl innan og ofan við ljarðar- botninn. Einnig á Reyðarfirði. Láiguaxið, viða jarðlœgt kjarr vex á allstórum svæðum í hlíðinni innan við Eskifjarðarkaupstað — á grýttu og giljóttu landi. Ekki er þó kjarrið samfellt lengur og er talið að því hafi hrakað á síðustu áratugum. Landið á móti — suðvestanmegin fjarðar — er þó ennþá grýttara og skriðurunnara og ekkert kjarr þar í bröttum hlíðunum. — í Eskifjarðarkaupstað vaxa aftur á móti allmargar vænlegar hrísl- ur í görðum. Birki, reyniviður, silfurreynir, greni, fura, lerki, alaskaösp, gulvíðir, þingvíðir, heggur, hlynur, ribs og dvergmispill. Einkanlega eru sumir reyniviðirnir og silfurreynitrén gild og vöxtu- leg, auðsjáanlega allgömul. Munu Norðmenn víða hafa örvað til trjáræktar á Austfjörðum um aldamótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.