Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN A Arskógsströnd. Árið 1940 lýsti undirritaður gróðurfari á Árskógsströnd og birti plöntuskrá þaðan í Náttúrufræðingnum. Tvö undanfarin sumur (1967 og 1968) leit ég þar dálítið eftir jurtum og varð var nokk- urra breytinga. Skal hér drepið á það helzta. Skógarflœkja (Rorippa silvestris) er fundin í Stærra-Árskógi. Blákolla, akurarfi, arfanæpa, útlend baldursbrá, hundasúra og hélunjóli sjást hér og hvar í ný- rækt. Stórnetla vex í og við garða. Hefur sums staðar verið gróður- sett utan girðingar garðanna. Stöku surnur skemmir sveppur netl- tina og aflagar blöð og blómskúfa. Spánarkerfill vex í og við garða. Húsapuntur var aðeins fundinn á einum stað árið 1940. Nú sést hann hér og hvar við bæi. Gleymmérei var 1940 aðeins fundin sunn- an Þorvaldsdalsár. En með nýjum vegi og aukinni umferð breiðist hún út um alla sveitina. Árið 1940 vissu menn ekki til að birki og reyniviður yxu utan garða á Árskógsströnd. En 1949 fannst smá- vaxið birki á talsverðu svæði á Grund í Þorvaldsdal, svo að skógar- leifum á Árskógsströnd hefur aldrei verið útrýmt að fullu og öllu. Litlar reyniviðarhríslur fundust einnig á sömu slóðum, aðallega við Stekkjarlækinn á Grund, og ennfremur í grennd Kötluháls í norður- hlíð Kötlufjalls. Síðar hefur komið í ljós, að heimilisfólk á Grund vissi af birki og reynivið í landareigninni fyrir hér um bil hálfri öld. Keldustör (Carex magellanica) fann undirritaður í Gullkeldu- sundum á Stóru-Hámundarstöðum sumarið 1968. Nokkrum árum áður fann Ingimar Óskarsson línstör (Carex brunnescens) við litla tjörn uppi á Hámundarstaðahálsi. Við sömu tjörn og í Gullkeldu- sundurn vex prenningarmaðra (Galium trifidum). Kollstör (C. Macloviana) vex víða í neðanverðum Þorvaldsdal, einnig í Garna- gili hátt uppi í Hámundarstaðahlíð og í Fögruhlíð á Hálsdal. Lyng- jafni vex bæði í Hámundarstaðahlíð, sunnan Garnalækjar og í Hálshlíð og frammi á Ríplum á Hálsdal. Kattarjurt var fundin á Litla-Árskógarsandi og við tjarnir á Litla-Árskógsmóum og Hellu. Nýlega fannst hún spöl fyrir ofan Litlahjalla á Litlu-Hámundar- stöðum á botni gamals sundpolls, sem ekki hefur verið notaður í hálfa öld eða meir. Sóldögg nálægt Vík. Fjörukál hefur tvisvar slæðzt í fjöruna á Stóru-Hámundarstöðum og náð að blómgast, en stórbrim hafa séð fyrir því í bæði skiptin. Davíðslyklinum þarna á sjávarbökkunum virðist hætta búin af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.