Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 52
46
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
A Arskógsströnd.
Árið 1940 lýsti undirritaður gróðurfari á Árskógsströnd og birti
plöntuskrá þaðan í Náttúrufræðingnum. Tvö undanfarin sumur
(1967 og 1968) leit ég þar dálítið eftir jurtum og varð var nokk-
urra breytinga. Skal hér drepið á það helzta. Skógarflœkja (Rorippa
silvestris) er fundin í Stærra-Árskógi. Blákolla, akurarfi, arfanæpa,
útlend baldursbrá, hundasúra og hélunjóli sjást hér og hvar í ný-
rækt. Stórnetla vex í og við garða. Hefur sums staðar verið gróður-
sett utan girðingar garðanna. Stöku surnur skemmir sveppur netl-
tina og aflagar blöð og blómskúfa. Spánarkerfill vex í og við garða.
Húsapuntur var aðeins fundinn á einum stað árið 1940. Nú sést
hann hér og hvar við bæi. Gleymmérei var 1940 aðeins fundin sunn-
an Þorvaldsdalsár. En með nýjum vegi og aukinni umferð breiðist
hún út um alla sveitina. Árið 1940 vissu menn ekki til að birki
og reyniviður yxu utan garða á Árskógsströnd. En 1949 fannst smá-
vaxið birki á talsverðu svæði á Grund í Þorvaldsdal, svo að skógar-
leifum á Árskógsströnd hefur aldrei verið útrýmt að fullu og öllu.
Litlar reyniviðarhríslur fundust einnig á sömu slóðum, aðallega við
Stekkjarlækinn á Grund, og ennfremur í grennd Kötluháls í norður-
hlíð Kötlufjalls. Síðar hefur komið í ljós, að heimilisfólk á Grund
vissi af birki og reynivið í landareigninni fyrir hér um bil hálfri
öld.
Keldustör (Carex magellanica) fann undirritaður í Gullkeldu-
sundum á Stóru-Hámundarstöðum sumarið 1968. Nokkrum árum
áður fann Ingimar Óskarsson línstör (Carex brunnescens) við litla
tjörn uppi á Hámundarstaðahálsi. Við sömu tjörn og í Gullkeldu-
sundurn vex prenningarmaðra (Galium trifidum). Kollstör (C.
Macloviana) vex víða í neðanverðum Þorvaldsdal, einnig í Garna-
gili hátt uppi í Hámundarstaðahlíð og í Fögruhlíð á Hálsdal. Lyng-
jafni vex bæði í Hámundarstaðahlíð, sunnan Garnalækjar og í
Hálshlíð og frammi á Ríplum á Hálsdal. Kattarjurt var fundin á
Litla-Árskógarsandi og við tjarnir á Litla-Árskógsmóum og Hellu.
Nýlega fannst hún spöl fyrir ofan Litlahjalla á Litlu-Hámundar-
stöðum á botni gamals sundpolls, sem ekki hefur verið notaður í
hálfa öld eða meir. Sóldögg nálægt Vík.
Fjörukál hefur tvisvar slæðzt í fjöruna á Stóru-Hámundarstöðum
og náð að blómgast, en stórbrim hafa séð fyrir því í bæði skiptin.
Davíðslyklinum þarna á sjávarbökkunum virðist hætta búin af