Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 48
42 NÁTTÚ RU F R ÆÐINGURIN N II. Sveppur i rnelgrasi. í melgrasi, sem vex alveg heim að kaupstaðnum, l>ar mikið á eitruðum svepp — meldrjóla (Claviceps). Stóðu íbognir, svartir sveppadrjólarnir víða út úr öxunum. Mældust margir þeirra 2—'Zy* cm á lengd, en þeir lengstu 3,3 cm. Meldrjólar sáust víðar á mel- græðum þar eystra í haust, t. d. undir Eyjafjöllum og einnig á Akra- nesi. Ber jafnan mest á þeim í vætusumrum. Rigningasumarið 1954 var t. d. mikið um meldrjóla í Gunnarsholti, Landssveit og víðar. Fólk veiktist af meldrjólaeitrun það Iiaust í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Ber að fara varlega og láta ekki hina eitruðu meldrjóla lenda í mat eða munni. Ekki ætti að taka fræ að sjúku melgrasi. III. Litið á gróðurlendi. Dagana 6.-8. ágúst athugaði ég dálítið gróður á Síðu og í Fljóts- hverfi, aðallega blómlendisbrekkur og tjarnir. I hlíðinni ofan við Múlakot á Síðu var svæði girt fyrir allmörgum árum. Þar eru nú blómgresi mikið, Stúfa, mjaðurt, kúmen, blágxesi, blákolla, hrúta- berjalyng, villilín, selgresi, undafíflar (sumir fjölblaða) og í klett- um köldugras og skriðuhnoðri. Gullbrá í raka. Á Kálfafelli í Fljótshverfi eru mjög fagrar blómlendisbrekkur, þar sem geithvönn, mjaðurt, blágresi, blákolla, stúfa, gulmaðra, hvítsmári, liúmen, hrútaberjalyng og stórir, greinóttir jakobsfíflar setja svip og lit á landið. Gráar rákir af silfurmuru sjást hér og hvar. Innan utn vaxa: Ilmreyr, vallhæra, vallelfting, briiðberg, mýr- arsóley, villilín o. fl. I klettbrúmim fyrir ofan vaxa víðibrúskar, litlar birkihríslur, einir, burnirót, vetrarblóm, þúfusteinbrjótur, snæsteinbrjótur, stöku klettafrú, mosalyng, köldugras o. fl. Gullbrá liér og hvar í raka. Hásveifgras við tún. í hálfdeigju neðar í lilíð- inni vaxa: Hnappstör, ígulstör, broddastör, bjúgstör, tvíbýlisstör, laugasef o. fl., en í pollum: Blöðkunykra, þráðnykra, síkjamari, mógrafabrúsi, lófótur, lónasóley, liðasóleyjar (aðallega R. reptans) og síkjabrúða hvarvetna. Knjáliða- og vatnsliðagras hér og hvar. í Rákinni, sem er stórt og djúpt síki fyrir austan og neðan Kálfa- fell, vex mikið af blöðkunykru, práðnykru og síkjamara. Einnig vex þar smánykra (Potamogeton pusillus), liðaskriðsóley, lónasóley, ló-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.