Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 48
42
NÁTTÚ RU F R ÆÐINGURIN N
II. Sveppur i rnelgrasi.
í melgrasi, sem vex alveg heim að kaupstaðnum, l>ar mikið á
eitruðum svepp — meldrjóla (Claviceps). Stóðu íbognir, svartir
sveppadrjólarnir víða út úr öxunum. Mældust margir þeirra 2—'Zy*
cm á lengd, en þeir lengstu 3,3 cm. Meldrjólar sáust víðar á mel-
græðum þar eystra í haust, t. d. undir Eyjafjöllum og einnig á Akra-
nesi. Ber jafnan mest á þeim í vætusumrum. Rigningasumarið 1954
var t. d. mikið um meldrjóla í Gunnarsholti, Landssveit og víðar.
Fólk veiktist af meldrjólaeitrun það Iiaust í Kirkjulækjarkoti í
Fljótshlíð. Ber að fara varlega og láta ekki hina eitruðu meldrjóla
lenda í mat eða munni. Ekki ætti að taka fræ að sjúku melgrasi.
III. Litið á gróðurlendi.
Dagana 6.-8. ágúst athugaði ég dálítið gróður á Síðu og í Fljóts-
hverfi, aðallega blómlendisbrekkur og tjarnir. I hlíðinni ofan við
Múlakot á Síðu var svæði girt fyrir allmörgum árum. Þar eru nú
blómgresi mikið, Stúfa, mjaðurt, kúmen, blágxesi, blákolla, hrúta-
berjalyng, villilín, selgresi, undafíflar (sumir fjölblaða) og í klett-
um köldugras og skriðuhnoðri. Gullbrá í raka.
Á Kálfafelli í Fljótshverfi eru mjög fagrar blómlendisbrekkur,
þar sem geithvönn, mjaðurt, blágresi, blákolla, stúfa, gulmaðra,
hvítsmári, liúmen, hrútaberjalyng og stórir, greinóttir jakobsfíflar
setja svip og lit á landið. Gráar rákir af silfurmuru sjást hér og
hvar. Innan utn vaxa: Ilmreyr, vallhæra, vallelfting, briiðberg, mýr-
arsóley, villilín o. fl. I klettbrúmim fyrir ofan vaxa víðibrúskar,
litlar birkihríslur, einir, burnirót, vetrarblóm, þúfusteinbrjótur,
snæsteinbrjótur, stöku klettafrú, mosalyng, köldugras o. fl. Gullbrá
liér og hvar í raka. Hásveifgras við tún. í hálfdeigju neðar í lilíð-
inni vaxa: Hnappstör, ígulstör, broddastör, bjúgstör, tvíbýlisstör,
laugasef o. fl., en í pollum: Blöðkunykra, þráðnykra, síkjamari,
mógrafabrúsi, lófótur, lónasóley, liðasóleyjar (aðallega R. reptans)
og síkjabrúða hvarvetna. Knjáliða- og vatnsliðagras hér og hvar.
í Rákinni, sem er stórt og djúpt síki fyrir austan og neðan Kálfa-
fell, vex mikið af blöðkunykru, práðnykru og síkjamara. Einnig vex
þar smánykra (Potamogeton pusillus), liðaskriðsóley, lónasóley, ló-