Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 50
44 N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN Lambaklukka vex á grýttu landi langt austan við Núpsstað, nálægt vegi. — Girtur trjáreitur stendur í brekku skammt ofan við bæinn og er þar mjög gróskulegt og blómgresi mikið. Einir hefur, að sögn, breiðzt þar mikið út síðan girt var og virðist liann koma á nýja staði (eða vaxa upp af gömlum rótum). Reyniviðir hafa verið gróð- ursettir fast upp við standberg og eru þeir óvenju fallegir, háir og beinvaxnir. Mun oft vera iieitt undir berginu. — Á grasi grónu þaki bænahússins á Núpsstað vaxa nokkrar vöxtulegar geithvannir og stóðu þær í blóma 8. ágúst, alhvítar til að sjá. Á Eskifirði 21. ágúst. Land er grýtt og sendið við Eskifjörð, allmjög uppblásið og skriðurunnið. Sérlega snoðið er ]rað í grennd kaupstaðarins. Foss- óttir lækir og smáár falla niður hlíðarnar, grafa sér gil og bera fram aur og grjót, einnig í sjálfum kaupstaðnum. Hið grýtta land er víða hvítt af smára og vallhumli, gulflekkótt af skarifífli og gul- möðru og bládílótt af bláklukku. í flögum og á aurum og rökum klettastöllum slær gullsteinbrjóturinn gullnum ljóma á landið. Talsvert ber á móleitum þursaskeggsflesjum. Vaxa vinglar þar inn- anum. Rétt innan og ofan við kirkjugarðinn vaxa stórir og óvenju loðnir undafíflar (Hieracium sp.) í gilbrekku grýttri. Gulllirá á raklendi. í hlíðinni vex mikið af ígulstör, broddstör, hnappstör og slíðrastör. — Sjöstjarna í kjarri. Hjartablaðka hér og hvar innan- um lyng og kjarr — og maríuvöttur. Sjávarfitjungur á leirum í fjöru. Grástör (Carex flacca) í halli spöl innan og ofan við ljarðar- botninn. Einnig á Reyðarfirði. Láiguaxið, viða jarðlœgt kjarr vex á allstórum svæðum í hlíðinni innan við Eskifjarðarkaupstað — á grýttu og giljóttu landi. Ekki er þó kjarrið samfellt lengur og er talið að því hafi hrakað á síðustu áratugum. Landið á móti — suðvestanmegin fjarðar — er þó ennþá grýttara og skriðurunnara og ekkert kjarr þar í bröttum hlíðunum. — í Eskifjarðarkaupstað vaxa aftur á móti allmargar vænlegar hrísl- ur í görðum. Birki, reyniviður, silfurreynir, greni, fura, lerki, alaskaösp, gulvíðir, þingvíðir, heggur, hlynur, ribs og dvergmispill. Einkanlega eru sumir reyniviðirnir og silfurreynitrén gild og vöxtu- leg, auðsjáanlega allgömul. Munu Norðmenn víða hafa örvað til trjáræktar á Austfjörðum um aldamótin.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.