Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 8
5. mynd. Sandfell við Fáskrúðsfjörð. Myndin er tekin suður yl'ir fjörðinn. Sandfell er grunnt innskot sem lyft hefur upp jarðlögunum, sent liggja ofan á því, eins og vel sést við vesturhorn þess. The laccolith Sandfell, descríbed by Hawkes & Hawkes (1933). Ljósm. photo Agúst Guðmundsson. es af rannsóknum hér á landi ber á góma í ýmsum af öðrum ritum hans. Leonard Hawkes átti mikinn þátt í tilurð greinar Jakobs Líndal (1939) um hlýskeiðslögin í Víðidal, og kom henni á framfæri í jarðfræðifélaginu. Nokkrar athyglisverðar ljósmyndir Hawkes frá íslandi birtust í hinni víð- lesnu jarðfræðikennslubók Arthurs Hohncs (1944). Hann gerði oft fyrir- spurnir og athugasemdir við erindi, sem flutt voru hjá jarðfræðifélaginu, og miðlaði þar af þekkingu sinni um Island. Er því vafalítið að hann hafi beint og óbeint hvatt til frekari rann- sókna á jarðfræði íslands, einkum á Austur- og Suðausturlandi. Kemur þetta m.a. fram í birtum umræðum um erindi sem George Walker og samstarfsmenn fluttu í jarðfræðifélag- inu 1957-66 um rannsóknir sínar hér- lendis. 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.