Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 47
Geir Oddsson Tvær nýjar fisktegundir á Islandsmiðum í bók Gunnars Jónssonar „íslenskir fiskar“ frá 1983 er getið 230 fiskteg- unda sem þá höfðu fundist innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu íslands. Ár- ið 1987 bættust þrjár nýjar tegundir við íslenska fiskaríkið (Gunnar Jóns- son, 1987). Tegundalistinn lengdist enn árið 1989 og voru tegundirnar þá alls orðnar 269 sem hér höfðu fundist (Gunnar Jónsson, 1989). Árið 1990 var óvenjugjöfult á nýjar tegundir og hér verður gerð grein fyrir tveimur þeirra. Báðar tegundirnar (1. mynd), vargakjaftur (Bathysaurus ferox) og frenja (Caulophryne polynema) fund- ust á grálúðuslóð djúpt vestur af land- inu. Hér að neðan hef ég kosið að halda mig við framsetningarmáta Gunnars Jónssonar (1983) í „Islenskum fisk- um“ og í grein hans í Náttúrufræð- ingnum 1987, þ.e. fyrst er stutt lýsing á tegundinni og síðan segir frá heim- kynnum og lífsháttum eftir því sem best er vitað. VARGAKJAFTUR Bathysaurus ferox Gunther, 1878. Stærð: Vargakjafturinn sem veidd- ist hér við land var 64 cm langur og mun ekki hafa fengist stærri fiskur en það (Sulak, 1984). Algeng stærð á þeim kynþroska einstaklingum sem veiðst hafa er annars 55-60 cm. Lýsing: Vargakjaftur er grannvax- inn og langvaxinn djúpsjávar- og botn- fiskur (2. mynd). Hausinn er stór, þunnvaxinn og flatur. Kjaftur stór, u.þ.b. % af hauslengd. Neðri skoltur er sterklegur og nokkuð framstæður. Á miðskoltabeini, gómbeinum og neðra skolti eru raðir síldra og odd- hvassra tanna. Augun eru stór, hreist- ur stórt og nokkuð gróft. Á haus er hreistur á kinnum og hnakkabeini. Rákin nær frá tálknopum ofanverðum og aftur að sporðblöðku, rákarhreist- ur er stærra en annað hreistur. Uggar eru allir vel þroskaðir. Bakuggi er langur, u.þ.b. helmingi lengri en rauf- aruggi og hár, hæstur fremst og byrjar á móts við kviðugga. Raufaruggi er í meðallagi langur, sporðblaðka er stór og nokkuð síld, eyr- og kviðuggar eru stórir og 6. eða 7. geisli eyrugga teyg- ist aftur og upp á við. Litur: Vargakjaftur er brúnn eða grábrúnn, dekkri á kvið og uggar enn dekkri en búkur. Hann er svartur í kjaftinn og lífhimna er svört. ' Geislar: B: 17-18, R: 11-13, E: 15, K: 8, hrl.: 63. Heimkynni: Aðeins hafa fundist rúmlega 150 vargakjaftar í heimshöf- unum (Sulak, 1984). Sá fyrsti fannst við austurströnd Nýja-Sjálands árið 1878 (Goode & Bean, 1895) og nokkr- ir hafa veiðst á þeim slóðum síðan. í Náttúrufræðingurinn 60 (4), bls. 213-217, 1991. 213

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.